Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Baudenbacher fjallar um Icesave og hnýtir í Ólaf Ragnar

Fyrr­ver­andi for­seti EFTA-dóm­stóls­ins snert­ir á ýms­um mál­um er varða Ís­land í ævim­inn­inga­bók sem kom út fyrr á þessu ári.

Baudenbacher fjallar um Icesave og hnýtir í Ólaf Ragnar
Dómaraminningar Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, gaf nýlega út æviminningabók þar sem snert er á ýmsum málum er varða Ísland.

Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, hafði aldrei trú á því að Ísland myndi ganga í Evrópusambandið. „Allt frá upphafi virtist mér aðildarumsóknin vera örvæntingarfull tilraun til að bjarga íslensku efnahagslífi. Ríkisstjórn Jóhönnu vildi stökkva í fangið á ESB, sambandi sem kom svo sannarlega ekki vel fram við Íslendinga í Icesave-málinu.“ 

Þetta segir Baudenbacher í æviminningabók sinni sem kom út fyrr á þessu ári, Judicial Independence: Memoirs of a European Judge. Í bókinni fer hann yfir feril sinn hjá EFTA-dómstólnum og fjallar um ýmis stefnumarkandi mál sem hann dæmdi í. Frægastur er Icesave-dómurinn þar sem Íslendingar unnu fullnaðarsigur og kröfum um ríkisábyrgð á innistæðum Breta og Hollendinga var hafnað. 

Baudenbacher segir að kvöldið fyrir uppkvaðningu Icesave-dómsins hafi hann boðið dómurum og dómriturum heim til sín og eldað fyrir þá. Eiginkona hans, Doris Baudenbacher-Tandler, var vant við látin – „svo þetta var strákakvöld,“ segir hann.

Lét ekki undan þrýstingi

Eftirlitsstofnun EFTA …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár