Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, hafði aldrei trú á því að Ísland myndi ganga í Evrópusambandið. „Allt frá upphafi virtist mér aðildarumsóknin vera örvæntingarfull tilraun til að bjarga íslensku efnahagslífi. Ríkisstjórn Jóhönnu vildi stökkva í fangið á ESB, sambandi sem kom svo sannarlega ekki vel fram við Íslendinga í Icesave-málinu.“
Þetta segir Baudenbacher í æviminningabók sinni sem kom út fyrr á þessu ári, Judicial Independence: Memoirs of a European Judge. Í bókinni fer hann yfir feril sinn hjá EFTA-dómstólnum og fjallar um ýmis stefnumarkandi mál sem hann dæmdi í. Frægastur er Icesave-dómurinn þar sem Íslendingar unnu fullnaðarsigur og kröfum um ríkisábyrgð á innistæðum Breta og Hollendinga var hafnað.
Baudenbacher segir að kvöldið fyrir uppkvaðningu Icesave-dómsins hafi hann boðið dómurum og dómriturum heim til sín og eldað fyrir þá. Eiginkona hans, Doris Baudenbacher-Tandler, var vant við látin – „svo þetta var strákakvöld,“ segir hann.
Lét ekki undan þrýstingi
Eftirlitsstofnun EFTA …
Athugasemdir