Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Með allt á hreinu í sumar

Stund­ar­skrá­in 21.júní til 5.júlí.

Með allt á hreinu í sumar

Með allt á hreinu: Sing-Along föstudagspartísýning!

Hvar? Bíó Paradís

Hvenær? 21. júní kl. 20.00

Aðgangseyrir: 1.000–1.800 kr.

Með allt á hreinu er ein ástsælasta kvikmynd Íslandssögunnar sem dró 120.000 manns í bíó á fyrsta sýningarári. Myndin hefur nýlega verið sett í nýjan stafrænan búning með endurbættum hljóð- og myndgæðum, ásamt því að sérstakir fjöldasöngtextar birtast undir sönglögum myndarinnar.

Letters to Iceland - Útgáfufögnuður

Hvar? Norræna húsið

Hvenær? 22. júní kl. 15.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Bókmenntadagskrá í Norræna húsinu með skáldunum Lavinu Greenlaw, Paul Muldoon og Simon Armitage í tilefni útgáfu ljóðabókar þeirra Kenns (Greenlaw), Sjö ljóð (Muldoon) og Þaðan sem við horfum (Armitage). Sá síðastnefndi er nýkrýnt lárviðarskáld Breta en öll eru þau meðal fremstu skálda sem skrifa á enska tungu í dag.

Secret Soltice

Pussy Riot

Hvar? Laugardal

Hvenær? 21. júní til 23. júní

Aðgangseyrir: Frá 19.990 kr. 

Tónlistarhátíðin Secret Soltice verður haldin í sjötta skipti í Reykjavík um sumarsólstöðuhelgina 21.–23. júní. Stór nöfn virðast prýða dagskrána í ár en meðal þeirra sem koma fram eru Pussy Riot, Black Eyed Peas, Patti Smith og Hatari.

Þjórshátíð

Hvar? Flatholt, Þjórsárdal

Hvenær? 22. júní kl. 14.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þjórshátíð er tónlistarviðburður með fræðslu- og hugvekjuívafi, hugsaður til að vekja fólk til umhugsunar um náttúruna og mikilvægi hennar og jafnframt til að fólk hugleiði afleiðingar óafturkræfra framkvæmda. Hátíðin er haldin í minningu Helgu Katrínar Tryggvadóttur náttúruverndarsinna.

Leiðsögn með Huldu Hákon / Hverra manna ertu?

Hvar? Listasafn Íslands við Tjörnina

Hvenær: 23. júní kl. 14.00

Aðgangseyrir: Aðgangseyrir á safnið gildir, frítt fyrir meðlimi Selmuklúbbsins.

Leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum Huldu Hákon sem á nú að baki hátt í fjörutíu ára feril. Hulda markaði sér fljótt sérstöðu í íslenskri listasögu bæði í efnisvali og myndmáli. Flest verka hennar eru lágmyndir og eru elstu verkin gerð úr spýtnabraki. Verkin á sýningunni spanna allan feril Huldu, frá 1983 til 2019. Auk þeirra sýnir Listasafn Íslands viðtalsmynd við listamanninn sem unnin var sérstaklega í tengslum við sýninguna.

Tvinna

Hvar? Iðnó

Hvenær? 25. júní kl. 20.00

Aðgangseyrir: Frjálst miðaverð er á tónleikana.

Tónleikarnir Tvinna eru sjálfstæður angi tónlistarhátíðarinnar Ung nordisk musik, eða UNM, sem haldin verður í Svíþjóð í lok sumars. Á Tvinnu kynna ungu höfundar þeirra sjö verka sem Ísland sendir á hátíðina verk sín fyrir gestum í Iðnó.

Lunga Warm up Party

Hvar? Iðnó

Hvenær? 27. júní kl. 19.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Lunga skellir í listrænt upphitunarpartí fyrir Lunga listahátíðina sem er seinna í sumar. Dagskráin er stútfull og skartar hljómsveitum á borð við Björtum sveiflum. Eitthvað verður um listræna gjörninga á öllum hæðum hússins en listamenn á borð við Agnesi Ársælsdóttur og Snæfríði Sól Gunnarsdóttur munu stíga á svið. 

Fyrsta Gleðigangan voru óeirðir

Hvar? Samtökin '78

Hvenær? 28. júní kl. 17.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Árið 2019 markar söguleg skil í réttindabaráttu hinsegin fólks, en þá eru 50 ár liðin frá Stonewall-mótmælunum gegn lögregluofbeldi sem mörkuðu upphaf réttindabaráttu hinsegin fólks eins og við þekkjum hana í dag. Í tilefni þess heiðra Samtökin '78 Stonewall daginn, 28. júní, en þá var fyrsta múrsteininum kastað sem reyndist örlagarík stund í réttindabaráttunni.

Reykjavík Fringe Festival

Hvar? Víðs vegar um borgina

Hvenær? 29. júní til 6. júlí

Aðgangseyrir: Frá 4.900 kr. 

Sviðslistahátíð að erlendri fyrirmynd tekur yfir miðborgina dagana 29. júní til 6. júlí. Yfir hundrað sýningar og tvö hundruð gjörningar í formi sirkuss, leikhúss, galdra, tónlistar, kabaretts, uppistands, vinnustofa og fleira á sviðum eins og í Aðventkirkjunni Ingólfsstræti, Iðnó, Listastofunni, Hlemmi Square, Dansverkstæðinu og svona mætti lengi telja.

Bás: Flóamarkaður

Hvar? Hverfisgata 20

Hvenær? 29. júní kl. 13.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

BÁS, loftslagsmarkaður og þakbar, opnar með pomp og prakt laugardaginn 29. júní!
Þemað á opnunardeginum er einfaldlega Flóamarkaður. Hreinsum úr geymslunum, verslum notað og gefum gömlum hlutum nýtt líf! Fjölbreytt dagskrá mun fara fram samhliða markaðinum. Tónlist, veitingar, þrykk á gamlan fatnað ásamt ýmsum öðrum uppákomum sem verða auglýstar betur síðar.

Sunnudjass / Daníel Friðrik Böðvarsson tríó

Hvar? Bryggjan Brugghús

Hvenær? 30. júní kl. 20.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari fær til liðs við sig Matthías Hemstock á trommur og Andra Ólafsson á bassa, og saman spila þeir þekkt – og minna þekkt – stef úr djassheiminum: Tónsmíðar Wayne Shorter, Thelonius Monk og Cole Porter svo nokkur skáld séu nefnd.

INvalid / ÖRyrki - Bára Halldórsdóttir

Hvar? Liststofan

Hvenær? 1. júlí til 3. júlí

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Bára Halldórsdóttir verður til sýnis í umhverfi sem fólk sér öryrkja venjulega ekki í. Ein heima, að takast á við það sem gerir viðkomandi að öryrkja. Bára er aðeins eitt dæmi en hún hefur verið að flytja nokkurs konar útgáfu af þessum gjörningi í gegnum Snapchat, Facebook og Instagram og aðra miðla í nokkur ár.

Sagan í gegnum styttur og minnisvarða

Hvar? Grófin, Tryggvagötu 15

Hvenær? Alla fimmtudaga í sumar kl. 20.00

Aðgangseyrir: Ókeypis!

Listasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafn og Borgarsögusafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn fimmtudagskvöld í sumar. Þessi leiðsögn um styttur og minnisvarða miðbæjarins segir samtímis sögu Íslands og Reykjavíkur. Gengið verður á milli minnisvarða og listaverka sem minna okkur á hvernig landið byggðist, hvers konar samfélag og menning ríkti áður fyrr og hvernig það tók smám saman breytingum.

Improv Iceland- Comedy in English!

Hvar? Tjarnarbíó

Hvenær? Alla miðvikudaga í sumar

Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Improv Ísland býður upp á fjölbreyttar og ófyrirsjáanlegar grín-spunasýningar í Tjarnarbíói á miðvikudögum í sumar. Hver sýning er einstök og ekkert er endurtekið. Í hverri viku er því ný og spennandi sýning á sviði í hverri viku. Í hópnum eru rúmlega tuttugu spunaleikarar sem skiptast á að sýna í hverri viku. Sýningarnar fara fram á ensku.

Búkalú í Tjarnarbíói

Hvar? Tjarnarbíó

Hvenær? 27. júní til 27. júlí

Aðgangseyrir: Frá 2.900 kr.

Margrét Erla Maack býður uppáhaldsskemmtikröftum sínum í þeysireið um Ísland. Sýningin blandar saman burlesque, sirkus, gríni og almennu rugli. Engin sýning í Tjarnarbíói verður eins. Sýningarnar eru bannaðar innan 18 ára.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár