Fyrstu klámmyndirnar voru sennilega einhvers konar útskorin líkneski en elstu minjar um slíka framleiðslu eru frá árdögum mannkyns í vöggu siðmenningarinnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Það er auðvitað erfitt að vita í hvaða tilgangi menn framleiddu þessar grafísku myndir af kynlífi, í einhverjum tilvikum var um að ræða helga muni og frjósemistákn, en sennilega gekk fólki fleira en eitt til frá upphafi. Flestir kannast til dæmis við Kama Sutra sem á uppruna sinn í helgiritum hindúa en er um leið gríðarlega erótísk.
Eftir því sem greinarhöfundur kemst næst eru elstu heimildir um klám á Íslandi að finna í Bjarnar sögu Hítdælakappa. Björn þessi var frændi Egils Skallagrímssonar en í sögunni segir frá Þórði nokkrum sem varð fyrir því óláni að einhver fann hommaklámið hans. Varð það kveikjan að töluverðum illdeilum.
Svo segir í sögunni: „Þess er nú við getið að hlutur sá fannst í hafnarmarki Þórðar er þvígit vinveittlegra þótti. Það …
Athugasemdir