Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Klám, sóðaskapur og annað vinsælt skemmtiefni

Fyr­ir­tæk­ið sem rek­ur klám­síð­una Porn­hub er risa­vax­ið fyr­ir­bæri sem teyg­ir anga sína um all­an heim og velt­ir millj­örð­um. Í krafti auðæfa og sam­fé­lags­breyt­inga hef­ur það gjör­breytt ásýnd klámiðn­að­ar­ins á skömm­um tíma og get­ið sér gott orð fyr­ir fram­lög til góð­gerð­ar­mála en ekki eru all­ir sam­mála um ágæti þeirr­ar þró­un­ar eða hvað hún kann að kosta.

Klám, sóðaskapur og annað vinsælt skemmtiefni

Fyrstu klámmyndirnar voru sennilega einhvers konar útskorin líkneski en elstu minjar um slíka framleiðslu eru frá árdögum mannkyns í vöggu siðmenningarinnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Það er auðvitað erfitt að vita í hvaða tilgangi menn framleiddu þessar grafísku myndir af kynlífi, í einhverjum tilvikum var um að ræða helga muni og frjósemistákn, en sennilega gekk fólki fleira en eitt til frá upphafi. Flestir kannast til dæmis við Kama Sutra sem á uppruna sinn í helgiritum hindúa en er um leið gríðarlega erótísk.

Eftir því sem greinarhöfundur kemst næst eru elstu heimildir um klám á Íslandi að finna í Bjarnar sögu Hítdælakappa. Björn þessi var frændi Egils Skallagrímssonar en í sögunni segir frá Þórði nokkrum sem varð fyrir því óláni að einhver fann hommaklámið hans. Varð það kveikjan að töluverðum illdeilum.

Svo segir í sögunni: „Þess er nú við getið að hlutur sá fannst í hafnarmarki Þórðar er þvígit vinveittlegra þótti. Það …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár