Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja nú hækka hjálmaskyldu í 16 ár

Um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Al­þing­is vill skylda öll börn á grunn­skóla­stigi til að nota hjálma á hjóli, þrátt fyr­ir mót­mæli reið­hjóla­fólks.

Vilja nú hækka hjálmaskyldu í 16 ár

Hjálmaskylda hjólreiðamanna verður hækkuð úr 15 árum í 16 ár, samkvæmt breytingatillögu umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Landssamtök hjólreiðamanna hafa mótmælt fyrri tillögu nefndarinnar um að skylda til notkunar reiðhjólahjálma nái til allra undir 18 ára aldri. Í frumvarpi ráðherra til umferðarlaga var upphaflega miðað við að hjálmaskyldan yrði áfram 15 ár.

„Talsverð umræða var um málið og nefndinni bárust athugasemdir um að þessi breytingartillaga gengi of langt og myndi m.a. hafa áhrif á markmið sveitarfélaga um breyttar ferðavenjur og mögulega á greiðslu tryggingabóta,“ segir í nefndarálitinu. „Bent var á að hjálmaskylda gæti haft neikvæð áhrif að því leyti að hún gæti dregið úr hjólreiðum. “

Segir í álitinu að brýnt sé að hafa öryggi í hávegum þegar komi að hjólreiðum eins og öðrum samgöngumátum. „Með hliðsjón af fram komnum sjónarmiðum sem og þeim athugasemdum sem nefndinni bárust leggur nefndin til að hjálmaskylda nái til barna undir 16 ára aldri en þar með verði tryggt að hjálmaskylda taki til allra barna á grunnskólastigi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár