Vilja nú hækka hjálmaskyldu í 16 ár

Um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Al­þing­is vill skylda öll börn á grunn­skóla­stigi til að nota hjálma á hjóli, þrátt fyr­ir mót­mæli reið­hjóla­fólks.

Vilja nú hækka hjálmaskyldu í 16 ár

Hjálmaskylda hjólreiðamanna verður hækkuð úr 15 árum í 16 ár, samkvæmt breytingatillögu umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Landssamtök hjólreiðamanna hafa mótmælt fyrri tillögu nefndarinnar um að skylda til notkunar reiðhjólahjálma nái til allra undir 18 ára aldri. Í frumvarpi ráðherra til umferðarlaga var upphaflega miðað við að hjálmaskyldan yrði áfram 15 ár.

„Talsverð umræða var um málið og nefndinni bárust athugasemdir um að þessi breytingartillaga gengi of langt og myndi m.a. hafa áhrif á markmið sveitarfélaga um breyttar ferðavenjur og mögulega á greiðslu tryggingabóta,“ segir í nefndarálitinu. „Bent var á að hjálmaskylda gæti haft neikvæð áhrif að því leyti að hún gæti dregið úr hjólreiðum. “

Segir í álitinu að brýnt sé að hafa öryggi í hávegum þegar komi að hjólreiðum eins og öðrum samgöngumátum. „Með hliðsjón af fram komnum sjónarmiðum sem og þeim athugasemdum sem nefndinni bárust leggur nefndin til að hjálmaskylda nái til barna undir 16 ára aldri en þar með verði tryggt að hjálmaskylda taki til allra barna á grunnskólastigi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár