Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja nú hækka hjálmaskyldu í 16 ár

Um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Al­þing­is vill skylda öll börn á grunn­skóla­stigi til að nota hjálma á hjóli, þrátt fyr­ir mót­mæli reið­hjóla­fólks.

Vilja nú hækka hjálmaskyldu í 16 ár

Hjálmaskylda hjólreiðamanna verður hækkuð úr 15 árum í 16 ár, samkvæmt breytingatillögu umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Landssamtök hjólreiðamanna hafa mótmælt fyrri tillögu nefndarinnar um að skylda til notkunar reiðhjólahjálma nái til allra undir 18 ára aldri. Í frumvarpi ráðherra til umferðarlaga var upphaflega miðað við að hjálmaskyldan yrði áfram 15 ár.

„Talsverð umræða var um málið og nefndinni bárust athugasemdir um að þessi breytingartillaga gengi of langt og myndi m.a. hafa áhrif á markmið sveitarfélaga um breyttar ferðavenjur og mögulega á greiðslu tryggingabóta,“ segir í nefndarálitinu. „Bent var á að hjálmaskylda gæti haft neikvæð áhrif að því leyti að hún gæti dregið úr hjólreiðum. “

Segir í álitinu að brýnt sé að hafa öryggi í hávegum þegar komi að hjólreiðum eins og öðrum samgöngumátum. „Með hliðsjón af fram komnum sjónarmiðum sem og þeim athugasemdum sem nefndinni bárust leggur nefndin til að hjálmaskylda nái til barna undir 16 ára aldri en þar með verði tryggt að hjálmaskylda taki til allra barna á grunnskólastigi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár