Frá því að samfelldar mælingar hófust fyrir miðbik 19. aldar hefur hlýnað verulega á Íslandi og nemur sú hlýnun 0,8 gráðum á Celsíus á öld. Hlýnunin varð áköfust fyrir miðbik síðustu aldar og svo aftur í lok hennar.
Árið 2050 er líklegt að hlýnun á Íslandi nemi um 1,3 til 2,3 gráðum á Celsíus. Hlýnunin mun ráðast af því hversu mikið verður losað af gróðurhúsalofttegundum til þess tíma.
Þegar reiknað og spáð er fram í tímann um það hvernig ástand verður á Íslandi árið 2050 eru fjórar sviðsmyndir teiknaðar upp um fjórar mismunandi útkomur þeirra reikninga. Litið er til þeirra sviðsmynda þegar veðurfar á Íslandi er reiknað fram í tímann.
Hver sviðsmynd fyrir sig dregur upp mynd af ákveðinni spá, sem er unnin út frá því hversu mikið við losum af gróðurhúsalofttegundum. Í fyrstu sviðsmyndinni, þar sem minnst er losað, verður þá minnsta breytingin á hitastigi og í þeirri fjórðu, …
Athugasemdir