Í höfuðstöðvum vatnsveitunnar í Ramallah á Vesturbakkanum sátu verkfræðingar og biðu eftir símtali frá Ísrael þegar undirritaðan bar að garði einn daginn. Þeir urðu varir við bilun tveimur dögum áður en höfðu ekki fengið leyfi til að fara og athuga málið, enda sitja ísraelskir hermenn um vatnslindirnar á þessu mikla þurrkasvæði. „Við þurfum nánast leyfi til að fara á klósettið, það er daglega niðurlægingin sem felst í hernáminu sem er erfiðast að þola,“ segir einn þeirra. Palestínumenn eru minntir á það oft á dag að þeir ráða ekki eigin örlögum.
Á einum veggnum var stórt kort af Vesturbakkanum sem líktist helst nútímalistaverki. Það sýndi ótal landtökubyggðir, girðingar og vegi sem skera land Palestínumanna niður í búta. Síðan þá hafa bæst við háir múrar sem ná langt inn fyrir meira að segja þau landamæri sem Ísraelsmenn hafa teiknað og taka því enn meira land. Það gefur augaleið að það er ógjörningur …
Athugasemdir