Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vakningaralda en ekki minni losun skaðlegra lofttegunda

Ís­lend­ing­ar hafa auk­ið veru­lega út­blást­ur gróð­ur­húsaloft­teg­unda á með­an aðr­ar þjóð­ir minnka. Sam­hliða auk­inni um­ræðu um lofts­lags­breyt­ing­ar hef­ur ekki ver­ið mik­il áhersla hér­lend­is á raun­veru­legri tak­mörk­un skað­ans.

Vakningaralda en ekki minni losun skaðlegra lofttegunda

Fólk er að vakna til vitundar um ábyrgð sína á þeirri alvarlegu stöðu sem er í loftslagsmálum. Sífellt fleiri huga að því að minnka vistspor sitt með því að breyta lífsstíl sínum. Í könnun sem Gallup gerði í desember síðastliðnum sögðust tæplega 50% aðspurðra nokkuð hafa breytt neysluvenjum í daglegum innkaupum til að minnka umhverfisáhrif sín. Tæplega 6% sögðust hafa breytt þeim mikið og um þriðjungur þeirra sem tók þátt sögðust lítið hafa breytt neysluvenjum sínum. Flestir telja að umhverfisverndarsamtök myndu helst ná árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar á eftir voru háskólar nefndir og svo almenningur.

Mikil umræða er einnig um loftslagsneyðina á samfélagsmiðlum. Síðum á Facebook þar sem loftslagsmálin eru í brennidepli hefur fjölgað mikið síðustu misseri. Á þessum síðum er oft lífleg umræða um nýjustu rannsóknir sem tengjast hlýnun jarðar, þar birtir fólk fréttir meðal annars af mælingum á losun gróðurhúsalofttegunda, bráðnum jökla, útrýmingu dýrategunda, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár