Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stjórnvöld styrkja vöxt nautgriparæktar þrátt fyrir metanlosun

Auk­in fram­leiðsla nauta­kjöts er markmið í bú­vöru­samn­ing­um, en met­an­los­un jórt­ur­dýra veld­ur 10 pró­sent þess út­blást­urs sem stjórn­völd eru ábyrg fyr­ir. Auk­in fram­leiðsla fer þvert gegn að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um þar sem mið­að er við óbreytt­an fjölda bú­fén­að­ar.

Lofttegundir sem jórturdýr gefa frá sér eru stærsti hluti útblásturs gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði á Íslandi. Markmið búvörusamninga er að auka framleiðslu nautakjöts og veita stjórnvöld fjárstuðning til þess, þvert á aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, þar sem miðað er við óbreyttan fjölda búfénaðar.

Stuðningur ríkisins við nautakjötsframleiðslu verður á bilinu 98 til 186 milljónir króna á ári til ársins 2026 samkvæmt búvörusamningi um nautgriparækt. Ekki er minnst á áhrif búfénaðar á loftslagsbreytingar í samningnum, en endurskoðun hans skal fara fram í ár. Iðragerjun, það ferli sem orsakar losun metangass úr meltingarferli jórturdýra, veldur 10 prósent af allri losun gróðurhúsalofttegunda sem íslensk stjórnvöld eru ábyrg fyrir. Helming losunar vegna íslensks landbúnaðar má rekja til iðragerjunar.

Með búvörusamningnum er hvatt til aukinnar og bættrar framleiðslu nautakjöts á Íslandi. Á vef Landssambands kúabænda segir að auka þurfi framleiðslu á íslensku nautakjöti um fjórðung til að sinna innanlandsmarkaði. „Með samningnum er verið að efla íslenska nautgriparækt, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár