Lofttegundir sem jórturdýr gefa frá sér eru stærsti hluti útblásturs gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði á Íslandi. Markmið búvörusamninga er að auka framleiðslu nautakjöts og veita stjórnvöld fjárstuðning til þess, þvert á aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, þar sem miðað er við óbreyttan fjölda búfénaðar.
Stuðningur ríkisins við nautakjötsframleiðslu verður á bilinu 98 til 186 milljónir króna á ári til ársins 2026 samkvæmt búvörusamningi um nautgriparækt. Ekki er minnst á áhrif búfénaðar á loftslagsbreytingar í samningnum, en endurskoðun hans skal fara fram í ár. Iðragerjun, það ferli sem orsakar losun metangass úr meltingarferli jórturdýra, veldur 10 prósent af allri losun gróðurhúsalofttegunda sem íslensk stjórnvöld eru ábyrg fyrir. Helming losunar vegna íslensks landbúnaðar má rekja til iðragerjunar.
Með búvörusamningnum er hvatt til aukinnar og bættrar framleiðslu nautakjöts á Íslandi. Á vef Landssambands kúabænda segir að auka þurfi framleiðslu á íslensku nautakjöti um fjórðung til að sinna innanlandsmarkaði. „Með samningnum er verið að efla íslenska nautgriparækt, …
Athugasemdir