Óskar Jónasson leikstjóri telur listina mikilvægt tæki í baráttunni við hamfarahlýnun. Hann telur hlutverk listamanna geti verið að túlka vísindalegar staðreyndir og miðlað þeim til almennings á mannamáli. Nýverið leikstýrði hann þáttaröðinni „Hvað höfum við gert?“ fyrir RÚV en þættirnir fjalla um loftslagsvána og hvað við sem manneskjur getum gert til að sporna við hamfarahlýnun.
Óskari var boðið starfið ekki síst vegna umhverfisvæns lífsstíl hans sjálfs. „Ég held að það hafi verið mikilvægt fyrir þættina að fólkið sem starfaði við þá reyni að lifa eftir þeim. Það veitir öllum sem komu að þeim meiri innsýn í umfjöllunarefnið.“
„Það er verið að leika á okkur. Ekki aðeins til að hafa af okkur peninga heldur er, ótrúlegt en satt, verið að ræna af okkur framtíðinni í leiðinni.“
Með þáttunum vildi Óskar að almenningur sæi sjálfan sig og um leið hið stóra samhengi hlutanna. „Áherslurnar lágu í því að höfða til áhorfandans þannig …
Athugasemdir