Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Stund­in ræð­ir við þekkt­an palestínsk­an bar­áttu­mann sem er þakk­lát­ur Hat­ara fyr­ir að sýna mál­staðn­um stuðn­ing.

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Mustafa Barghouti, læknir og fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Palestínu sem fengið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, hafði samband við meðlimi Hatara í dag og þakkaði þeim fyrir að hafa notað Eurovision-keppnina sem vettvang til að sýna Palestínu stuðning.

„Ég held að þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna með því sem þeir gerðu,“ segir Mustafa í samtali við Stundina. „Ég þakkaði þeim fyrir þrennt. Í fyrsta lagi fyrir að hafa dregið fram palestínska fánann. Eins og þú kannski veist er prinsippafstaða okkar sú að tónlistarfólk eigi að sniðganga Evrópsku söngvakeppina. En við skiljum sjónarmið Hatara um að ef þau hefðu ekki sniðgengið keppnina hefði einfaldlega einhver annar flytjandi tekið þátt fyrir hönd Íslands í staðinn. Þau gerðu það sem þau lofuðu, að draga fram fánann og þessi samstöðuyfirlýsing þeirra hefur vakið athygli um allan heim. Þetta gerðu þau þótt þau vissu að þeim gæti verið refsað fyrir það.“

Mustafa segist einnig hafa þakkað meðlimum Hatara fyrir „dásamlegar yfirlýsingar“ í hinum og þessum fjölmiðlum. Sem kunnugt er hafa hljómsveitarmeðlimir notað hugtök eins og hernám og aðskilnaðarstefna til að lýsa ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta hefur vakið talsverða athygli og komið við kauninn á Ísraelsmönnum og stjórnendum söngvakeppninnar.

„Að lokum þakkaði ég þeim fyrir að vera að vinna að nýju lagi fyrir Palestínu,“ segir Mustafa. „Við kunnum mjög að meta það sem þau hafa gert. Allt þetta endurspeglar hve samstaða Íslendinga með Palestínumönnum ristir djúpt.“

„Allt þetta endurspeglar hve 
samstaða Íslendinga með 
Palestínumönnum ristir djúpt“

Eins og fjallað hefur verið um í íslenskum og erlendum fjölmiðlum drógu meðlimir Hatara fram borða með palestínskum fánalitum þegar stigagjöfin var kynnt í gærkvöldi. Olli þetta nokkru fjaðrafoki; öryggisverðir komu aðvífandi og hrifsuðu af þeim fánann og gerð voru hróp að hljómsveitinni. 

Mustafa Barghouti var aðalritari Palestínska þjóðarframtaksins (e. Palestinian National Initiative) um árabil, situr í Löggjafarráði Palestínu og í miðstjórn Palestínsku frelsishreyfingarinnar (PLO). 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár