Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

Ung­ir menn hafa geng­ið um göt­ur Reykja­vík­ur í dag með ísra­elska fán­ann og dreift kynn­ing­ar­efni til stuðn­ings Ísra­els­ríki.

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

Þrír ungir menn hafa arkað um götur Reykjavíkur í dag með ísraelska fánann og dreift kynningarefni þar biðlað er til almennings að styðja málstað nýstofnaðs félags sem ber heitið Ísland-Ísrael. 

Á blaði sem mennirnir dreifa er fullyrt að Ísrael sé „land í mið-austurlöndunum sem heldur upp vestrænum gildum eins og lýðræði, frelsi einstaklingsins og réttindi bæði kvenna og samkynhneigðra.“ Ísraelar vilji frið en séu umkringdir „löndum sem vilja gjöreyða þeim og hefur Ísrael tvisvar unnið stríð sem háð var gegn þeim.“

Samkvæmt félaginu hefur Ísrael aldrei nokkurn tímann lýst yfir stríði á hendur neinum „frekar en við“.

„Öll stríð sem Ísrael hefur verið í voru til að verja sig,“ segir þeir.

Svo virðist sem málstaður félagsins sé sá sami og félagsins ZION Vinir Ísrael, en lítið hefur heyrst til þess undanfarin ár og er vefsíða þess óvirk.

Aðspurðir hve margir tilheyri félagsskapnum segja mennirnir að félagið telji á annað hundrað manns. „Félagið Ísland-Palestína er virkt, af hverju ætti þetta félag ekki að vera virkt?“ segir einn mannna.

„Hefur Rúv tekið rétta ákvörðun
um að hlusta ekki á bull og lygar“

„Takk fyrir að sýna áhuga á okkar góða málstað að verja Frelsið,“ stendur á blaðinu.

Á Facebook síðu félagsins er fólk hvatt til að horfa á Eurovision-keppnina sem er nýafstaðin. „Eins og allir vita hefur Rúv tekið rétta ákvörðun um að hlusta ekki á bull og lygar með því að taka þátt í Eurovision sem á að halda í Ísrael í maí 2019. Fögnum þessu og óskum Íslandi góðs gengis.“

Einnig er auglýstur viðburður undir yfirskriftinni „Stöndum saman um frið fyrir Ísrael“. Um er að ræða stofnfund félagsins sem haldinn var á Radison Blu Saga Hotel, miðvikudaginn 27. mars síðastliðinn.

Á fundinum voru eftirfarandi atriði auglýst til umræðu „Fölsuð mynd Ísrael á Norðurlöndunum. Af hverju Ísland gerði skelfileg mistök þegar það viðurkenndi Palestínu sem ríki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár