Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Reyna að taka ábyrgð á áhrifum neyslunnar

Kristján, Ásta, Anna, Arna, Rakel og Haf­dís breyta neyslu­venj­um sín­um til að vinna gegn ham­fara­hlýn­un af manna­völd­um og ann­arri meng­un.

Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur segir breytingar á neysluvenjum mikilvægan þátt í að berjast gegn hamfarahlýnun.

Varðandi neyslu segir Stefán að stærstu liðirnir séu þrír. „Það er bíllinn, buffið og bústaðurinn. Sem sagt stærstu umhverfisþættirnir  í rekstri venjulegrar fjölskyldu. Buffið á við um matvæli, bílinn samgöngur og bústaðurinn, við getum sagt að það sé öll önnur neysla, allar vörurnar sem finnast á heimilinu. Þar má nefna húsgögn, leikföng, föt, raftæki og innréttingar.“  

Stefán Gíslason

Stefán segir stærsta boðorðið þegar kemur að neyslu vera að kaupa minna. Hann telur fólk vera að kaupa hluti sem það þarf ekki. „Ég hef reynt að tala um þetta þannig að þegar fólk er að kaupa eitthvað sem það þarf ekki er það að henda hluta úr ævi sinni. Meðal Íslendingur fær 20.000 krónur á dag eftir skatt fyrir vinnu sína. Ef hann kaupir sér hlut sem kostar 20.000 krónur sem hann þarf ekki á að halda …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár