Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur segir breytingar á neysluvenjum mikilvægan þátt í að berjast gegn hamfarahlýnun.
Varðandi neyslu segir Stefán að stærstu liðirnir séu þrír. „Það er bíllinn, buffið og bústaðurinn. Sem sagt stærstu umhverfisþættirnir í rekstri venjulegrar fjölskyldu. Buffið á við um matvæli, bílinn samgöngur og bústaðurinn, við getum sagt að það sé öll önnur neysla, allar vörurnar sem finnast á heimilinu. Þar má nefna húsgögn, leikföng, föt, raftæki og innréttingar.“
Stefán segir stærsta boðorðið þegar kemur að neyslu vera að kaupa minna. Hann telur fólk vera að kaupa hluti sem það þarf ekki. „Ég hef reynt að tala um þetta þannig að þegar fólk er að kaupa eitthvað sem það þarf ekki er það að henda hluta úr ævi sinni. Meðal Íslendingur fær 20.000 krónur á dag eftir skatt fyrir vinnu sína. Ef hann kaupir sér hlut sem kostar 20.000 krónur sem hann þarf ekki á að halda …
Athugasemdir