Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Óttast að aðhaldið bitni á heilbrigðisstofnunum og kjörum ríkisstarfsmanna

Í upp­haf­legri fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar er gert ráð fyr­ir að brugð­ist verði við kaup­mátt­ar­aukn­ingu hjá rík­is­starfs­mönn­um um­fram 0,5 pró­sent með nið­ur­skurði eða hækk­un gjalda. Áætl­un­in gæti tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um í með­för­um þings­ins.

Óttast að aðhaldið bitni á heilbrigðisstofnunum og kjörum ríkisstarfsmanna

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að nafnlaun ríkisstarfsmanna hækki ekki meira en 4,3 prósent í ár, 3,8 prósent árið 2020 og 3,4 prósent árið 2021. Verði kaupmáttaraukningin meiri en 0,5 prósent skuli bregðast við með niðurskurði eða gjaldahækkunum.

Á sama tíma er áætlað að almenna launavísitalan hækki um 6,4, prósent 4,7 prósent og 4,3 prósent. „Gangi lífskjarasamningurinn upp að öllu leyti og verði launahækkanir samkvæmt honum um allan vinnumarkaðinn verða launahækkanir hjá ríkinu hlutfallslega minni en á öðrum hlutum vinnumarkarins,“ segir í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjármálaáætlunina. 

Með þessari stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er þannig haldið aftur launahækkunum á opinbera vinnumarkaðnum miðað við almenna launaþróun og/eða ýtt undir fækkun verkefna og niðurskurð í ríkisbúskapnum. Hvort tveggja samræmist því langtímamarkmiði sem birtist í fjármálaáætluninni að umsvif ríkisins, tekjur og gjöld, dragist lítillega saman sem hlutfall af vergri landsframleiðslu næstu árin. 

Fjármálaáætlunin gæti gjörbreyst

Fjármálaáætlunin er nú til umfjöllunar í fjárlaganefnd og hefur fjöldi stofnana, samtaka og sveitarfélaga skilað inn umsögnum um efni hennar. Þess má þó vænta að hún taki umtalsverðum breytingum í ljósi sviptinganna sem orðið hafa í efnahagslífinu frá því hún var lögð fram.

„Það sem við erum að glíma við núna, eftir að ný hagspá var birt á föstudaginn, er mesta breyting í hagvexti sem við höfum séð í áratugi þegar hrunið er tekið til hliðar, þ.e. það er mesta breyting til hins verra á milli spágerða,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Hann bætti því við að hugsanlega þyrfti að leggja fram nýja fjármálastefnu auk þess sem uppreikna þyrfti tekju- og gjaldahlið fjármálaáætlunarinnar með hliðsjón af nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar.

Nafnlaunahækkanir lægri sé miðað við nýrri hagspá

„Gengið verður út frá þeirri stefnumörkun, í fjárlögum áranna 2020-2022, að launabætur til stofnana nemi 0,5% umfram verðlag árin 2020-2022, í stað 1,5%, og að bæturnar verði 1,5% eftir það,“ segir í greinargerð fjármálaáætlunar. „Verði launaþróun önnur fellur það í hlutverk viðkomandi ráðuneytis að mæta umframkostnaði með ráðstöfunum innan viðeigandi málefnasviðs og málaflokks í fjárlagagerðinni.“ 

Nafnlaunahækkanirnar sem nefndar eru hér í upphafi miða við neysluverðsvísitölu úr þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá febrúar 2019. Í nýrri spá er hins vegar gert ráð fyrir minni hækkun neysluverðsvísitölunnar næstu tvö árin. Sé sú spá borin saman við tilgreindar launabætur í fjármálaáætlun mega laun ríkisstarfsmanna aðeins hækka um 3,9 prósent í ár, 3,7 prósent árið 2020 og 3,1 prósent árið 2021 ef ekki á að ráðast í frekari aðhaldsráðstafanir í ríkisrekstri en þegar hafa verið boðaðar.

Í þessu samhengi má rifja upp að við samræmingu opin­bera og almenna líf­eyr­is­kerf­isins árið 2016 var samið sérstaklega um að launa­kjör opin­berra starfs­manna yrðu jöfnuð við þau sem tíðkast á almennum mark­aði og átti launa­jöfn­unin að nást innan ára­tug­ar. 

Aðhaldskröfur samhliða efnahagslegum samdrætti

BSRB, heildarsamtök stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu, gagnrýna að einungis sé gert ráð fyrir 0,5 prósenta kaupmáttaraukningu hjá ríkisstarfsmönnum árin 2020 til 2022.

Samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar er almennt búist við því að kaupmáttur launa hækki um 2,1 prósent á þessu ári, 2,2 prósent árið 2020 og 3,2 prósent árið 2021.

Óháð takmörkunum á launabótum til stofnana gerir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ráð fyrir 2 prósenta aðhaldskröfu til flestra málefnasviða frá 2020 til 2022.

Þetta stendur til þrátt fyrir yfirvofandi kólnun í hagkerfinu. Í nýju þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir 0,2 prósenta samdrætti vergrar landsframleiðslu í ár og afar hóflegum vexti næstu árin. 

Gæti bitnað á heilbrigðisstofnunum

„Verði áætluninni fylgt getur það haft neikvæð áhrif á starfsmenn ríkisins. Einnig má búast við neikvæðum áhrifum á heilbrigðiskerfið og ýmis önnur mikilvæg verkefni,“ segir í umsögn BSRB sem gagnrýnir að gert sé ráð fyrir „umtalsvert meiri launahækkunum á almennum vinnumarkaði en á hinum opinbera vegna þeirrar aðhaldskröfu sem sett verður á stofnanir ríkisins“.

Sams konar athugasemdir er að finna í umsögn Alþýðusambands Íslands: „Hætta er á að fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir í formi lægri launabóta á næstu þremur árum muni koma illa niður á heilbrigðisstofnunum sem flestar eru nú þegar mjög aðþrengdar í rekstri og mönnun. Slíkt er óásættanlegt að mati ASÍ.“

Með fjármálaáætluninni er einnig settur þrýstingur á sveitarfélögin að „stuðla að kjarasamningum sem raska ekki efnahagslegum stöðugleika“ með því að frysta framlög ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árin 2019, 2020 og 2021. Þetta gerist um leið og ljóst er að aðgerðir vegna lífskjarasamninganna svokölluðu munu kosta sveitarfélögin umtalsverðar fjárhæðir, en Samband íslenskra sveitarfélaga hefur áætlað að kostnaðurinn verði vel á annan tug milljarða á samningstímanum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár