Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Óttast að aðhaldið bitni á heilbrigðisstofnunum og kjörum ríkisstarfsmanna

Í upp­haf­legri fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar er gert ráð fyr­ir að brugð­ist verði við kaup­mátt­ar­aukn­ingu hjá rík­is­starfs­mönn­um um­fram 0,5 pró­sent með nið­ur­skurði eða hækk­un gjalda. Áætl­un­in gæti tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um í með­för­um þings­ins.

Óttast að aðhaldið bitni á heilbrigðisstofnunum og kjörum ríkisstarfsmanna

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að nafnlaun ríkisstarfsmanna hækki ekki meira en 4,3 prósent í ár, 3,8 prósent árið 2020 og 3,4 prósent árið 2021. Verði kaupmáttaraukningin meiri en 0,5 prósent skuli bregðast við með niðurskurði eða gjaldahækkunum.

Á sama tíma er áætlað að almenna launavísitalan hækki um 6,4, prósent 4,7 prósent og 4,3 prósent. „Gangi lífskjarasamningurinn upp að öllu leyti og verði launahækkanir samkvæmt honum um allan vinnumarkaðinn verða launahækkanir hjá ríkinu hlutfallslega minni en á öðrum hlutum vinnumarkarins,“ segir í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjármálaáætlunina. 

Með þessari stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er þannig haldið aftur launahækkunum á opinbera vinnumarkaðnum miðað við almenna launaþróun og/eða ýtt undir fækkun verkefna og niðurskurð í ríkisbúskapnum. Hvort tveggja samræmist því langtímamarkmiði sem birtist í fjármálaáætluninni að umsvif ríkisins, tekjur og gjöld, dragist lítillega saman sem hlutfall af vergri landsframleiðslu næstu árin. 

Fjármálaáætlunin gæti gjörbreyst

Fjármálaáætlunin er nú til umfjöllunar í fjárlaganefnd og hefur fjöldi stofnana, samtaka og sveitarfélaga skilað inn umsögnum um efni hennar. Þess má þó vænta að hún taki umtalsverðum breytingum í ljósi sviptinganna sem orðið hafa í efnahagslífinu frá því hún var lögð fram.

„Það sem við erum að glíma við núna, eftir að ný hagspá var birt á föstudaginn, er mesta breyting í hagvexti sem við höfum séð í áratugi þegar hrunið er tekið til hliðar, þ.e. það er mesta breyting til hins verra á milli spágerða,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Hann bætti því við að hugsanlega þyrfti að leggja fram nýja fjármálastefnu auk þess sem uppreikna þyrfti tekju- og gjaldahlið fjármálaáætlunarinnar með hliðsjón af nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar.

Nafnlaunahækkanir lægri sé miðað við nýrri hagspá

„Gengið verður út frá þeirri stefnumörkun, í fjárlögum áranna 2020-2022, að launabætur til stofnana nemi 0,5% umfram verðlag árin 2020-2022, í stað 1,5%, og að bæturnar verði 1,5% eftir það,“ segir í greinargerð fjármálaáætlunar. „Verði launaþróun önnur fellur það í hlutverk viðkomandi ráðuneytis að mæta umframkostnaði með ráðstöfunum innan viðeigandi málefnasviðs og málaflokks í fjárlagagerðinni.“ 

Nafnlaunahækkanirnar sem nefndar eru hér í upphafi miða við neysluverðsvísitölu úr þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá febrúar 2019. Í nýrri spá er hins vegar gert ráð fyrir minni hækkun neysluverðsvísitölunnar næstu tvö árin. Sé sú spá borin saman við tilgreindar launabætur í fjármálaáætlun mega laun ríkisstarfsmanna aðeins hækka um 3,9 prósent í ár, 3,7 prósent árið 2020 og 3,1 prósent árið 2021 ef ekki á að ráðast í frekari aðhaldsráðstafanir í ríkisrekstri en þegar hafa verið boðaðar.

Í þessu samhengi má rifja upp að við samræmingu opin­bera og almenna líf­eyr­is­kerf­isins árið 2016 var samið sérstaklega um að launa­kjör opin­berra starfs­manna yrðu jöfnuð við þau sem tíðkast á almennum mark­aði og átti launa­jöfn­unin að nást innan ára­tug­ar. 

Aðhaldskröfur samhliða efnahagslegum samdrætti

BSRB, heildarsamtök stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu, gagnrýna að einungis sé gert ráð fyrir 0,5 prósenta kaupmáttaraukningu hjá ríkisstarfsmönnum árin 2020 til 2022.

Samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar er almennt búist við því að kaupmáttur launa hækki um 2,1 prósent á þessu ári, 2,2 prósent árið 2020 og 3,2 prósent árið 2021.

Óháð takmörkunum á launabótum til stofnana gerir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ráð fyrir 2 prósenta aðhaldskröfu til flestra málefnasviða frá 2020 til 2022.

Þetta stendur til þrátt fyrir yfirvofandi kólnun í hagkerfinu. Í nýju þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir 0,2 prósenta samdrætti vergrar landsframleiðslu í ár og afar hóflegum vexti næstu árin. 

Gæti bitnað á heilbrigðisstofnunum

„Verði áætluninni fylgt getur það haft neikvæð áhrif á starfsmenn ríkisins. Einnig má búast við neikvæðum áhrifum á heilbrigðiskerfið og ýmis önnur mikilvæg verkefni,“ segir í umsögn BSRB sem gagnrýnir að gert sé ráð fyrir „umtalsvert meiri launahækkunum á almennum vinnumarkaði en á hinum opinbera vegna þeirrar aðhaldskröfu sem sett verður á stofnanir ríkisins“.

Sams konar athugasemdir er að finna í umsögn Alþýðusambands Íslands: „Hætta er á að fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir í formi lægri launabóta á næstu þremur árum muni koma illa niður á heilbrigðisstofnunum sem flestar eru nú þegar mjög aðþrengdar í rekstri og mönnun. Slíkt er óásættanlegt að mati ASÍ.“

Með fjármálaáætluninni er einnig settur þrýstingur á sveitarfélögin að „stuðla að kjarasamningum sem raska ekki efnahagslegum stöðugleika“ með því að frysta framlög ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árin 2019, 2020 og 2021. Þetta gerist um leið og ljóst er að aðgerðir vegna lífskjarasamninganna svokölluðu munu kosta sveitarfélögin umtalsverðar fjárhæðir, en Samband íslenskra sveitarfélaga hefur áætlað að kostnaðurinn verði vel á annan tug milljarða á samningstímanum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Slökkviliðið kærir forstöðumann Betra lífs til lögreglu
4
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Slökkvi­lið­ið kær­ir for­stöðu­mann Betra lífs til lög­reglu

Slökkvi­lið­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur kært Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mann áfanga­heim­il­is­ins Betra líf til lög­reglu fyr­ir að stofna lífi og heilsu fólks í hættu í gróða­skyni eft­ir brun­ann í Vatna­görð­um 18 í fe­brú­ar 2023. Slökkvi­lið­ið hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að loka hús­næð­um Betra lífs án ár­ang­urs. Slökkvi­lið­ið vildi skoða Betra líf á Kópa­vogs­braut 69 en þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða þurfti leyfi eig­anda eða for­ráða­manns, sem fékkst ekki.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
5
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
2
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
3
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
5
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
8
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
2
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
10
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár