Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur festi nýverið kaup á skútu og leggur nú í langferð frá Sikiley á Ítalíu og heim á Íslandsstrendur. Lengi hefur það verið draumur Braga að eignast skútu, en nú tókst honum loks að selja kærustunni þá hugmynd að það væri góður bisness, að koma skútunni til landsins og leigja út til ferðamanna. Viðskiptahugmyndin er yfirvarp, segir hann, draumurinn er að sigla skútunni um heiminn með fjölskyldunni. „Lokatakmarkið er að ná einni góðri hringsiglingu áður en ég fer á eftirlaun.“ Það eru þó ekki aðeins viðskiptatækifæri og draumar sem draga Braga að skútunni, því hann telur hana geta komið að góðum notum þegar við stöndum frammi fyrir „kjarnorkuvá okkar tíma; hnattrænni hlýnun, loftslagsbreytingum, eða hvað sem þú vilt kalla það,“ segir hann.
Um þessar mundir siglir seglskútan Valkyrja nú úr höfn frá Sikiley á Ítalíu og stefnan er sett heim á Íslandsstrendur. Áætlað er að ferðin taki …
Athugasemdir