Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Niðurlægjandi ferli að giftast á Íslandi

Na­lin Chat­ur­vedi seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar í sam­skipt­um við sýslu­mann­sembætt­ið og Út­lend­inga­stofn­un. Fólk ut­an EES-svæð­is­ins sem gift­ist Ís­lend­ing­um sé án rétt­inda og upp á náð og mis­kunn maka kom­ið á með­an beð­ið sé eft­ir dval­ar­leyfi. Kerf­ið ýti und­ir mis­notk­un á fólki í við­kvæmri stöðu.

Niðurlægjandi ferli að giftast á Íslandi
Nalin og Gabriella Hjónin kynntust í Edinborg, þar sem þau voru bæði við nám, en þurftu að ganga í gegnum illviðráðanlegt ferli til að giftast og búa á Íslandi.

Nalin Chaturvedi, indverskur ríkisborgari sem kvæntur er íslenskri konu, segist hafa átt í neikvæðum samskiptum við sýslumann og Útlendingastofnun í ferlinu við að giftast og fá dvalarleyfi. Óttast hann að kerfið geti svipt marga sem bíða eftir dvalarleyfi réttindum þeirra og valdið einangrun.

Nalin og kona hans, Gabriella Unnur Kristjánsdóttir lögfræðingur, kynntust í Edinborg í Skotlandi árið 2017 þar sem þau voru bæði við nám. „Við ákváðum að gifta okkur á Íslandi enda fjölskylda konu minnar hér og við vildum vera umkringd vinum og fjölskyldu á slíkum merkisdegi,“ segir Nalin. „Það má segja að baráttan við kerfið hafi byrjað strax þá.“

Þau lögðu inn umsókn um giftingu til sýslumanns og í framhaldinu óskaði embættið eftir gögnum frá þeim, meðal annars hjúskaparstöðuvottorði, sem sannaði að Nalin væri ekki kvæntur fyrir. „Þegar ég skilaði inn öllum tilskildum pappírum fékk ég hins vegar þau svör frá sýslumanni að hjúskaparstöðuvottorðið mitt væri ekki gilt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár