Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir hnignun lífríkisins mjög alvarlega

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra, seg­ir nýja skýrslu Sam­ein­uðu þjóð­anna mik­il­væga við­vör­un. Millj­ón teg­und­ir dýra og plantna eru í út­rým­ing­ar­hættu.

Segir hnignun lífríkisins mjög alvarlega

Mannkynið sóar náttúruauðlindum jarðarinnar og um ein milljón tegunda dýra og plantna er í útrýmingahættu vegna framgöngu manna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem var kynnt í gær.

„Þarna er dregin upp mjög alvarleg mynd,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, við Morgunblaðið. „Þetta er mikilvæg viðvörun til mannkyns um í hvað stefnir. Ef fram heldur sem horfir blasir við okkur hnignun lífríkisins og vistkerfanna sem við byggjum afkomu okkar á.“

Í skýrslunni er varað við ofnýtingu náttúruauðlinda og loftslagsvá og bent á að þessir tveir þættir haldist í hendur. Breytt nýting landsvæðis á síðustu 50 árum hafi ýtt undir losun gróðurhúsalofttegunda og hvort tveggja hafi sett tegundir í útrýingarhættu. 93 prósent helstu fiskistofna séu í hnignun, meðal annars vegna ofveiði. Í skýrslunni er mælt með því að koma þurfi böndum á eyðingu hitabeltisskóga, draga úr neyslu kjöts og hætta ríkisstyrkjum til orkufreks iðnaðar og framleiðslu kolefnaeldsneytis.

„Það er mik­il­vægt að ráðast í aðgerðir þar sem við tryggj­um frek­ari vernd búsvæða og vist­kerfa, sjálf­bæra nýt­ingu auðlinda og end­ur­heimt fyrri gæða vist­kerf­anna,“ segir Guðmundur Ingi. „Þetta er leiðar­stefið sem þarf að hafa í huga þegar við horf­um til mark­miðssetn­ing­ar fyr­ir árið 2030.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár