Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Eitt stærsta kvenfrelsismálið sem komið hefur fyrir Alþingi á þessari öld“

„Raun­veru­leg af­staða þeirra til kven­frels­is birt­ist þeg­ar greidd eru at­kvæði um traust til sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt­ar kvenna yf­ir eig­in lík­ama,“ sagði Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­kona Pírata í um­ræð­um um þung­un­ar­rofs­frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra í dag.

„Eitt stærsta kvenfrelsismálið sem komið hefur fyrir Alþingi á þessari öld“

Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof er eitt stærsta kvenfrelsismál sem lagt hefur verið fyrir Alþingi á þessari öld. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, þegar greidd voru atkvæði um málið eftir aðra umræðu á Alþingi í dag.  

Athygli vakti að þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um grundvallarákvæði frumvarpsins, 4. gr. sem felur í sér skilyrðislausan rétt kvenna til þungunarrofs fram til loka 22. viku meðgöngu.

„Það er gríðarlegt fagnaðarefni að þetta mál sé komið á þennan stað hér á þessu þingi. Til hamingju konur,“ sagði Þórhildur og bætti því við að málið væri afhjúpandi fyrir þá þingmenn sem legðust gegn því eða styddu það ekki. „Raunveruleg afstaða þeirra til kvenfrelsis birtist þegar greidd eru atkvæði um traust til sjálfsákvörðunarréttar kvenna yfir eigin líkama.“

Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins auk eins þingmanns Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn því að konur fengju rýmri rétt til þungunarrofs.

„Enginn skyldi gera lítið úr því að þurfa að taka slíka ákvörðun eða efast um réttinn til þess. Frumvarp um óheftar fóstureyðingar á 6. mánuði gengur hins vegar svo langt að ég trúi því ekki að óreyndu að þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks muni styðja það,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Facebook í gær. Hann og samherjar hans gagnrýndu stjórnarliða harðlega í umræðu um málið í dag.

Jón Steindór Valdimarssonþingmaður Viðreisnar

„Málið snýst í kjarnann um yfirráðarétt og sjálfsákvörðunarrétt kvenna um eigin líkama,“ sagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í atkvæðaskýringu sinni. Málið snýst ekki um vikutalningu, sagði hann, heldur það að konur ráði sér sjálfar, hver á eigin forsendum án þess að þeim sé sagt fyrir verkum. 

„Það á vissulega að veita konum ráðgjöf og upplýsingar ef eftir því er leitað en ákvörðunin sjálf er konunnar. Staðreyndin er sú að þar sem frjálsræði er mest í þeim efnum hefur það ekki leitt til þess að þungunarrofum hafi fjölgað. Þvert á móti bendir margt til þess að þungunarrofum fækki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár