Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Eitt stærsta kvenfrelsismálið sem komið hefur fyrir Alþingi á þessari öld“

„Raun­veru­leg af­staða þeirra til kven­frels­is birt­ist þeg­ar greidd eru at­kvæði um traust til sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt­ar kvenna yf­ir eig­in lík­ama,“ sagði Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­kona Pírata í um­ræð­um um þung­un­ar­rofs­frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra í dag.

„Eitt stærsta kvenfrelsismálið sem komið hefur fyrir Alþingi á þessari öld“

Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof er eitt stærsta kvenfrelsismál sem lagt hefur verið fyrir Alþingi á þessari öld. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, þegar greidd voru atkvæði um málið eftir aðra umræðu á Alþingi í dag.  

Athygli vakti að þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um grundvallarákvæði frumvarpsins, 4. gr. sem felur í sér skilyrðislausan rétt kvenna til þungunarrofs fram til loka 22. viku meðgöngu.

„Það er gríðarlegt fagnaðarefni að þetta mál sé komið á þennan stað hér á þessu þingi. Til hamingju konur,“ sagði Þórhildur og bætti því við að málið væri afhjúpandi fyrir þá þingmenn sem legðust gegn því eða styddu það ekki. „Raunveruleg afstaða þeirra til kvenfrelsis birtist þegar greidd eru atkvæði um traust til sjálfsákvörðunarréttar kvenna yfir eigin líkama.“

Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins auk eins þingmanns Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn því að konur fengju rýmri rétt til þungunarrofs.

„Enginn skyldi gera lítið úr því að þurfa að taka slíka ákvörðun eða efast um réttinn til þess. Frumvarp um óheftar fóstureyðingar á 6. mánuði gengur hins vegar svo langt að ég trúi því ekki að óreyndu að þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks muni styðja það,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Facebook í gær. Hann og samherjar hans gagnrýndu stjórnarliða harðlega í umræðu um málið í dag.

Jón Steindór Valdimarssonþingmaður Viðreisnar

„Málið snýst í kjarnann um yfirráðarétt og sjálfsákvörðunarrétt kvenna um eigin líkama,“ sagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í atkvæðaskýringu sinni. Málið snýst ekki um vikutalningu, sagði hann, heldur það að konur ráði sér sjálfar, hver á eigin forsendum án þess að þeim sé sagt fyrir verkum. 

„Það á vissulega að veita konum ráðgjöf og upplýsingar ef eftir því er leitað en ákvörðunin sjálf er konunnar. Staðreyndin er sú að þar sem frjálsræði er mest í þeim efnum hefur það ekki leitt til þess að þungunarrofum hafi fjölgað. Þvert á móti bendir margt til þess að þungunarrofum fækki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu