„Eitt stærsta kvenfrelsismálið sem komið hefur fyrir Alþingi á þessari öld“

„Raun­veru­leg af­staða þeirra til kven­frels­is birt­ist þeg­ar greidd eru at­kvæði um traust til sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt­ar kvenna yf­ir eig­in lík­ama,“ sagði Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­kona Pírata í um­ræð­um um þung­un­ar­rofs­frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra í dag.

„Eitt stærsta kvenfrelsismálið sem komið hefur fyrir Alþingi á þessari öld“

Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof er eitt stærsta kvenfrelsismál sem lagt hefur verið fyrir Alþingi á þessari öld. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, þegar greidd voru atkvæði um málið eftir aðra umræðu á Alþingi í dag.  

Athygli vakti að þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um grundvallarákvæði frumvarpsins, 4. gr. sem felur í sér skilyrðislausan rétt kvenna til þungunarrofs fram til loka 22. viku meðgöngu.

„Það er gríðarlegt fagnaðarefni að þetta mál sé komið á þennan stað hér á þessu þingi. Til hamingju konur,“ sagði Þórhildur og bætti því við að málið væri afhjúpandi fyrir þá þingmenn sem legðust gegn því eða styddu það ekki. „Raunveruleg afstaða þeirra til kvenfrelsis birtist þegar greidd eru atkvæði um traust til sjálfsákvörðunarréttar kvenna yfir eigin líkama.“

Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins auk eins þingmanns Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn því að konur fengju rýmri rétt til þungunarrofs.

„Enginn skyldi gera lítið úr því að þurfa að taka slíka ákvörðun eða efast um réttinn til þess. Frumvarp um óheftar fóstureyðingar á 6. mánuði gengur hins vegar svo langt að ég trúi því ekki að óreyndu að þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks muni styðja það,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Facebook í gær. Hann og samherjar hans gagnrýndu stjórnarliða harðlega í umræðu um málið í dag.

Jón Steindór Valdimarssonþingmaður Viðreisnar

„Málið snýst í kjarnann um yfirráðarétt og sjálfsákvörðunarrétt kvenna um eigin líkama,“ sagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í atkvæðaskýringu sinni. Málið snýst ekki um vikutalningu, sagði hann, heldur það að konur ráði sér sjálfar, hver á eigin forsendum án þess að þeim sé sagt fyrir verkum. 

„Það á vissulega að veita konum ráðgjöf og upplýsingar ef eftir því er leitað en ákvörðunin sjálf er konunnar. Staðreyndin er sú að þar sem frjálsræði er mest í þeim efnum hefur það ekki leitt til þess að þungunarrofum hafi fjölgað. Þvert á móti bendir margt til þess að þungunarrofum fækki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár