Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur telur breytingar á matarvenjum mjög mikilvægan þátt í því að berjast gegn loftslagsneyð en matvælaiðnaður stendur fyrir 14 prósent af allri losun á heimsvísu, sem er jafn mikið og allir bílar, trukkar, flugvélar og skip losa samanlagt.
Fjórar helstu ástæður losunar af völdum matvælaiðnaðar eru eftirfarandi:
1. Þegar skógar eru ruddir til að rýma fyrir landbúnaði losar það gríðarlegt magn af kolefnum í andrúmsloftið sem veldur hlýnun jarðar.
2. Þegar jórturdýr melta fæðuna sína, ropa og prumpa metangasi út í andrúmsloftið sem er ein skaðlegasta gerð gróðurhúsalofttegunda sem fyrirfinnst.
3. Mykja og áburður sem notuð eru í landbúnaði sleppa einnig metani í andrúmsloftið.
4. Flutningur á matvælum skilur eftir sig stórt kolefnisfótspor.
Þegar kemur að því að breyta því hvað við borðum telur Stefán þrjá þætti vera mikilvægasta. Það er að minnka kjötneyslu, minnka matarsóun og borða minna af innfluttum mat.
Athugasemdir