Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi jókst milli ára

Aukn­ing varð á los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda frá 2016 til 2017 og mest hef­ur mun­að um út­blást­ur fólks­bíla.

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi jókst milli ára

Losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Heildarlosunin, að stóriðju meðtalinni, jókst um 2,5 prósent.

Umhverfisstofnun hefur birt skýrslu sína vegna loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Í henni er að finna ítarlegar upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi frá 1990 til 2017. Frá 2005 hefur losun dregist saman um 5,4 prósent en þrátt fyrir aðgerðir til að stemma stigu við losun hefur hún verið nokkuð stöðug frá 2012 og má aukningu hennar rekja til ferðamannaiðnaðarins og aukinnar almennrar neyslu.

Úr skýrslu UmhverfisstofnunarLosun hefur minnkað um 5,4% frá 2012.

Í skýrslunni er einnig fjallað um losun frá stóriðju undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Aukning í losun innan kerfisins var 2,8 prósent milli áranna 2016 og 2017. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi jókst þar af leiðandi um 2,5 prósent á milli ára, en þar vantar upplýsingar um losun frá landnotkun og skógrækt.

„Samgöngur er sá geiri sem ber mesta ábyrgð á aukinni losun síðan 2013,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. „Losun í vegasamgöngum hefur aukist um 85% frá 1990 til 2017, og aukningin nam 5,5% milli áranna 2016 og 2017. Mesta aukningin er vegna fólksbíla.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár