Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi jókst milli ára

Aukn­ing varð á los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda frá 2016 til 2017 og mest hef­ur mun­að um út­blást­ur fólks­bíla.

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi jókst milli ára

Losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Heildarlosunin, að stóriðju meðtalinni, jókst um 2,5 prósent.

Umhverfisstofnun hefur birt skýrslu sína vegna loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Í henni er að finna ítarlegar upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi frá 1990 til 2017. Frá 2005 hefur losun dregist saman um 5,4 prósent en þrátt fyrir aðgerðir til að stemma stigu við losun hefur hún verið nokkuð stöðug frá 2012 og má aukningu hennar rekja til ferðamannaiðnaðarins og aukinnar almennrar neyslu.

Úr skýrslu UmhverfisstofnunarLosun hefur minnkað um 5,4% frá 2012.

Í skýrslunni er einnig fjallað um losun frá stóriðju undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Aukning í losun innan kerfisins var 2,8 prósent milli áranna 2016 og 2017. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi jókst þar af leiðandi um 2,5 prósent á milli ára, en þar vantar upplýsingar um losun frá landnotkun og skógrækt.

„Samgöngur er sá geiri sem ber mesta ábyrgð á aukinni losun síðan 2013,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. „Losun í vegasamgöngum hefur aukist um 85% frá 1990 til 2017, og aukningin nam 5,5% milli áranna 2016 og 2017. Mesta aukningin er vegna fólksbíla.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár