Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi jókst milli ára

Aukn­ing varð á los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda frá 2016 til 2017 og mest hef­ur mun­að um út­blást­ur fólks­bíla.

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi jókst milli ára

Losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Heildarlosunin, að stóriðju meðtalinni, jókst um 2,5 prósent.

Umhverfisstofnun hefur birt skýrslu sína vegna loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Í henni er að finna ítarlegar upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi frá 1990 til 2017. Frá 2005 hefur losun dregist saman um 5,4 prósent en þrátt fyrir aðgerðir til að stemma stigu við losun hefur hún verið nokkuð stöðug frá 2012 og má aukningu hennar rekja til ferðamannaiðnaðarins og aukinnar almennrar neyslu.

Úr skýrslu UmhverfisstofnunarLosun hefur minnkað um 5,4% frá 2012.

Í skýrslunni er einnig fjallað um losun frá stóriðju undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Aukning í losun innan kerfisins var 2,8 prósent milli áranna 2016 og 2017. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi jókst þar af leiðandi um 2,5 prósent á milli ára, en þar vantar upplýsingar um losun frá landnotkun og skógrækt.

„Samgöngur er sá geiri sem ber mesta ábyrgð á aukinni losun síðan 2013,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. „Losun í vegasamgöngum hefur aukist um 85% frá 1990 til 2017, og aukningin nam 5,5% milli áranna 2016 og 2017. Mesta aukningin er vegna fólksbíla.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár