Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi jókst milli ára

Aukn­ing varð á los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda frá 2016 til 2017 og mest hef­ur mun­að um út­blást­ur fólks­bíla.

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi jókst milli ára

Losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Heildarlosunin, að stóriðju meðtalinni, jókst um 2,5 prósent.

Umhverfisstofnun hefur birt skýrslu sína vegna loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Í henni er að finna ítarlegar upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi frá 1990 til 2017. Frá 2005 hefur losun dregist saman um 5,4 prósent en þrátt fyrir aðgerðir til að stemma stigu við losun hefur hún verið nokkuð stöðug frá 2012 og má aukningu hennar rekja til ferðamannaiðnaðarins og aukinnar almennrar neyslu.

Úr skýrslu UmhverfisstofnunarLosun hefur minnkað um 5,4% frá 2012.

Í skýrslunni er einnig fjallað um losun frá stóriðju undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Aukning í losun innan kerfisins var 2,8 prósent milli áranna 2016 og 2017. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi jókst þar af leiðandi um 2,5 prósent á milli ára, en þar vantar upplýsingar um losun frá landnotkun og skógrækt.

„Samgöngur er sá geiri sem ber mesta ábyrgð á aukinni losun síðan 2013,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. „Losun í vegasamgöngum hefur aukist um 85% frá 1990 til 2017, og aukningin nam 5,5% milli áranna 2016 og 2017. Mesta aukningin er vegna fólksbíla.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár