Samband okkar við næringuna okkar hefur breyst síðan við fórum að rækta mat til að borða. Í fáum þjóðfélögum í dag gildir það enn að borða einungis til að halda lífi. Þessu er auðvitað misjafnt farið í heiminum en matur og samvera við okkar nánustu gildir nær alls staðar.
Matur og skemmtun
Hvar sem komið er niður er matartíminn félagsleg athöfn. Matur er oft tengdur við fögnuð og hvort sem við sjáum fyrir okkur árshátíðir eða bara saumaklúbb má nánast bóka að þar verður borðað.
Í vestrænum samfélögum er matur og neysla hans jafnvel í óhófi, enda sjáum við aukningu í lífsstílstengdum sjúkdómum á borð við offitu. En þar sem framboð á mat er orðið svo mikið sem raun ber vitni þá búum við líka við þann munað að borða nánast einungis það sem okkur þykir bragðgott og það hvenær sem er ársins. Hvað við borðum hefur þó ekki bara …
Athugasemdir