Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skólafélagarnir berjast áfram fyrir Zainab þrátt fyrir synjun kærunefndar

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hafn­ar því að Shahnaz Safari og börn henn­ar, Zainab og Amil, fái efn­is­lega með­ferð á hæl­is­um­sókn sinni hér á landi. Nefnd­in hef­ur einnig hafn­að beiðni um frest­un réttaráhrifa, sem þýð­ir að fjöl­skyld­an fær ekki að dvelja á Ís­landi með­an mál­ið fer fyr­ir dóm. Skóla­fé­lag­ar Zainab í Haga­skóla und­ir­búa nú næstu skref í bar­átt­unni fyr­ir skóla­syst­ur sína.

Skólafélagarnir berjast áfram fyrir Zainab þrátt fyrir synjun kærunefndar
Zainab fremst í flokki Skólafélagar Zainab Safari hafa staðið þétt við bakið á henni. Umdirskriftasöfnun þeirra hafði ekki tilætluð áhrif og synjaði kærunefnd útlendingamála bæði kröfu fjölskyldunnar um efnislega meðferð hér á landi og frestun réttaráhrifa, sem hefði gert þeim kleift að dvelja hér meðan mál þeirra færi fyrir dóm. Mynd: Davíð Þór

Lokasýning Hagaskóla á Mary Poppins í gær endaði með því að öll börnin sem að sýningunni stóðu röðuðu sér saman og kölluðu einróma: Save Zainab! Þá voru þau nýbúin að fá þær fréttir að kærunefnd útlendingmála hefði hafnað tveimur kröfum Zainab og fjölskyldu hennar. Annars vegar kröfu um frestun réttaráhrifa og hins vegar kröfu um endurupptöku máls þeirra. 

„Við fengum þessar fréttir í gær, eins og aðrir, og þrátt fyrir að hafa vonað það besta allan tímann vorum við undir þetta búin. Við hittum lögfræðing fjölskyldunnar í dag, til að fara yfir stöðuna og hvaða möguleikar eru í framhaldinu,” segir Ómar Örn Magnússon, fulltrúi kennara í réttindaráði Hagaskóla.

Hann segir að þrátt fyrir nemendur hafi verið meðvitaðir um að svona gæti farið, væri þeim brugðið. „Krakkarnir spyrja okkur mikið út í þetta mál og velta því mikið fyrir sér. Þeir skilja ekki af hverju þetta er svona, sem er skiljanlegt, því við skiljum það varla heldur, fullorðna fólkið,“ segir Ómar. 

Ekki er ljóst hvenær fjölskyldunni verður vísað úr landi en líklegast er að það verði fyrir september, þegar 12 mánuðir eru liðnir frá komu þeirra til landsins. „Við vitum ekkert um það en vonum að þeim verði í það minnsta sýnd lágmarksmannúð og að þau fái að klára skólaárið hér.“

„Þeir skilja ekki af hverju þetta er svona,
sem er skiljanlegt, því við skiljum
það varla heldur, fullorðna fólkið“

Ómar segir að nemendur við Hagaskóla hafi strax þegar málið kom upp litið á það sem langtímaverkefni. Stuðningur þeirra felist ekki í einni söfnun eða einum viðburði, heldur hafi þau tekið þá afstöðu að halda áfram að styðja við Zainab, hvernig sem málið myndi þróast. Nemendur séu nú að velta upp ýmsum hugmyndum um hvernig þeir geti sem best stutt við skólasystur sína áfram.

„Þau settu af stað peningasöfnun fyrir nokkrum vikum og sjá nú enn meiri ástæðu til að halda henni áfram, enda ljóst að peningarnir munu ekki síður nýtast fjölskyldunni í Grikklandi, ef svo fer að þau verði send þangað,“ segir hann og bætir því við að nú sé verið að leita leiða til að gera þá söfnun formlegri. Stofnaður verði formlegur styrktarsjóður á næstu dögum. „Margir hafa haft samband við okkur sem vilja leggja þeim lið, sem tengjast hvorki Vesturbænum né Hagaskóla. Vonandi verður sjóðurinn farvegur fyrir aðra til að leggja málinu lið.“ 

Leitast verði við að styrkurinn sem safnist nýtist fjölskyldunni, meðan hún bíður þess í Grikklandi að málið fari fyrir dóm hér á landi. Magnús D. Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, segir að þegar hafi verið tekin ákvörðun um að fara með málið fyrir dóm. Það sé næsta skref í málinu. Hann ætlar jafnframt að krefjast endurupptöku á málinu á nýjan leik, á grundvelli nýrra gagna sem hafi verið aflað.

„Þau settu af stað peningasöfnun fyrir
nokkrum vikum og sjá nú enn meiri
ástæðu til að halda henni áfram“

Að mati Magnúsar byggir niðurstaða kærunefndar á hæpnum forsendum. Hann segir með ólíkindum að kærunefndin telji ekkert benda til þess að fjölskyldan hafi sterkari tengsl við Ísland en Grikkland. Það sé einfaldlega röng niðurstaða hjá nefndinni, enda hafi börnin myndað hér sterkt og öflugt tengslanet.

Sorglegt sé að íslenskum yfirvöldum finnist í lagi að leyfa börnum að aðlagast með þessum hætti til þess eins að rífa þau upp með rótum og senda úr landi í erfiðar aðstæður á Grikklandi. Margar skýrslur alþjóðlegra stofnana liggi fyrir um erfiðar aðstæður hælisleitenda þar í landi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár