Þetta orð og hugtak var ekki til þegar ég var að alast upp, og ég heyrði ekkert orð í þá átt, fyrr en ég heyrði um bók sem var skrifuð á ensku og er um tilfinningalegar gáfur, EQ, sem samt tjáir ekki sama veruleika um þann hluta þess sem ég hef upplifað bæði sjálf og frá að vitna stóran hlut kvenkyns vanta það í sig til að hafa það algera sjálfsöryggi sem við þurfum og eigum rétt á að lifa við. Heimilisofbeldi er dæmi um slíkt ójafnvægi.
Auðvitað á upplifun um tilfinningalegt virðisleysi líka við um karlmenn, þó að þeir birti það á annan hátt en konur. Konur lifa við mun meiri vandamál á því sviði frá hegðun karlmanna að þeir geri eitt og annað til að lækka sjálfsvirðis rétt kvenna eins og við höfum séð mikið af í fjölmiðlum síðustu árin og #MeToo-hreyfingin kom frá.
Konur eiga það stundum til að velja að nota samskonar tjáskiptaleiðir og karlar til að finna meira fyrir eigin mætti.
Við sem erum eldri vitum að heilabú kvenna voru um aldir mötuð á að við hefðum minna virði og værum minna um flest en þeir, nema það að fæða börnin. Og það getur tekið tíma að vinna þann mismun upp í okkur.
Við ólumst upp við að heyra um virði okkar sem mannvera sem í raun var bara á röklega sviðinu, sem er ekki nærri því nóg ef við höfum ekki fengið þann sterka byr frá foreldrum sem börn um virði okkar sem þá vírast meira tilfinningalega. Fyrir stóra hópa kvenna hinsvegar reynist það samt ekki nærri nóg til að upplifa sig með þá raunverulegu upplifun tilfinningalega séð.
Sú bók um „Emotional Intelligence“ lýsir samt ekki því sem ég náði að skilja með sjálfa mig og margar aðrar konur og er vöntun á að upplifa sig með það virði sem heildrænan sjálfsstyrk sem gerist ekki frá því að vita aðeins röklega að við höfum virði sem mannverur. Ég uppgötvaði það smám saman eftir að hafa flutt hingað til Ástralíu og fór að vinna með fólk í heilun og stór hluti þeirra verið konur.
Það er tilfinningalegt virði sem við þurfum að upplifa í hverri sellu líkama okkar og ef við fengum ekki þá vírun frá ást foreldra frá byrjun sem ég veit að einstaka kona hefur fengið og þær líka náð að finna tilgang sinn í lífinu og annað á réttan hátt, það krefst vinnu sem við þurfum að gera síðar. Sú vinna er um að víra taugakerfið og líkamann með nýju viðhorfi um öll fínni atriðin í okkur og gagnvart öðrum sem og tjáskiptaleiðum. Því miður fá ekki nærri allir þá vírun í upphafi lífsins.
#MeToo-hreyfingin og þörfin fyrir þau atriði sem hún stendur fyrir að breyta í hegðun fólks er meðal annars frá þeirri ástæðu að konur hafa ekki verið nærri nægilega víraðar til að hafa jafnan reikning í tjáskiptum og viðureignum við karlkyn, og þá er ég ekki að tala um beinar líkamlegar árásir þeirra, því að þau atriði eru annars eðlis.
Það er greinilegt að því miður hafa ekki nærri allar konur fengið þá vírun né fá hana í dag sem er trúlega vegna margra alda vanþekkingar á þeirri staðreynd að rökvitund er ekki það sama og sú tilfinningalega-virðis-vitund sem við ættum að hafa upplifað að væri í hverri sellu okkar kvenna og sýndi sig í viðbrögðum okkar í lífi okkar.
Ég veit að ég var ekki nærri nógu hlaðin af þessari tegund virðis vitundar sem við höfum ef við höfum fengið uppeldi sem setti það í gang með réttri tjáningu við okkur sem börn.
Margir bæði karlar og konur hafa misst af að fá slíka hleðslu og tilfinningalegt virðis-veganesti, og ekki síst kvenkyn, vegna skorts á nægri tilfinningalegri aðhlynningu og ójöfnum viðhorfum til kvenna versus karla sem ómeðvitað fer djúpt inn í undirvitund manneskjunnar og gerir hana umkomulausari en ætti að vera.
Það að heyra endalausar sögur um ofbeldi á konum bæði munnlegt og líkamlegt og það í milljóna samfélagi eins og hér í Ástralíu og ég sé í fjölmiðlum á netinu að er líka að gerast á Íslandi sem lítið kom um þegar ég var þar fyrir meira en þrjátíu árum, hefur bakkað upp skynjun mína um .þessa algengu tilfinningalegu fötlun.
Konur sem lifa við heimilisofbeldi og eru svo drepnar eru oft greinilega sneiddar þessu virði og hafa þá líka ansi bakgrunn sem lætur þær laðast að slíkum einstaklingum.
Það var engin kennsla um það, og ekkert tal heldur.
Annað stig vöknunar til jafnræðis
Sumir eru þó trúlega heppnir að fá slíkt virði með móðurmjólkinni, sem er trúlega af því að þau voru óskabörn og foreldrar dældu virði barna sinna í þau, í öllu sem þau sögðu og gerðu með þeim í lífinu, í æsku og áfram, svo að bikar þeirra um það virði er þá nokkuð fullur þegar þau takast á við hinn stóra heim á eigin vegum.
Hreyfingin #MeToo er stórkostleg og er óbeint að kalla á að við girðum það virði upp í okkur innan frá og notum rétt málfar til að vera hvorki flattar út með slæmu orðafari annarra né misnotaðar líkamlega.
Grein Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur um hvað gerðist með franskar blaðakonur þegar karlrembur helltu sér yfir þær og þær flettust niður vegna skorts á innri eiginleikum og styrk sem og möguleikum til að jafna dæmið þar og þá. Það hve orð og hegðun þessara manna gat gert þeim sýndi hið allt of algenga langtíma dæmi um skort kvenna á því virði. Bók Þórdísar „Á Mannamáli“ er dýrmætt innlegg í þessa heilun í áhrifum orða.
Hinir ósýnilegu fletir sem byggja okkur upp
Af því að vinna með orkuhjúpa líkamans eftir að hafa komið til Ástralíu veit ég að það sem við setjum í að breyta hugsun okkar um okkur sjálfar og enda slæmu spóluna sem getur hafa gengið á í heilabúinu í áratugi, án þess að við hefðum sett það þangað sjálfar, heldur aðrir um okkur þegar við vorum of vanmáttugar til að standa gegn slíkum eyðileggingarorðum varðandi hluti sem við getum ekki breytt, eins og útliti til dæmis.
Þá smábreytir það hvernig okkur líður að innan í taugakerfinu og við fáum nýja líðan í skrefum frá því að byggja okkur upp innan frá.
Sem dæmi um hvað batnar við að vinna þá vinnu í sér, upplifði ég þetta við að hitta móður mína aftur eftir margra ára fjarveru. Móður sem líkaði aldrei við útlit mitt né tilvist.
Það sannaðist á þann hátt að ég vitnaði hana sjá mig á annan hátt og næstum sem óþekkjanlega manneskju eftir sjö ára fjarveru og mína mikla vinnu í þessum atriðum um að finna sjálfa mig.
Það að hitta hana aftur og upplifa að sjá að hún áttaði sig á að ég var ekki eins og áður, og hún skildi með þeirri upplifun að hún gæti ekki notað það orðafar og viðhorf og hún hafði haft um mig fyrr á árum.
Ég vissi að ég ætti ekki að segja neitt um þetta, og ekki útskýra neitt heldur, enda spurði hún mig ekki neinna spurninga um hvað ég hafði gert til að breytast svona. Það að upplifa viðbrögð hennar við mér þá var sönnunin um árangur af því að hafa unnið mikið í mínu eigin tilfinningalega sjálfvirði svo að ég upplifði hvernig það virkaði. Sem þýðir samt ekki að ég hafi verið útskrifuð upp á tíu í því verkefni.
Við endurfundina var hún greinilega ófær um að gera það sem hún hafði gert í gegnum árin, og var það mjög athyglisvert og frelsandi að upplifa þann mismun.
„Það höfðu auðvitað verið hennar eigin innri sár sem voru færð þannig áfram á mig“
Það höfðu auðvitað verið hennar eigin innri sár sem voru færð þannig áfram á mig blóraböggullinn þegar hún hafði þjáðst að innan. Og engin þekking í hinni íslensku menningu handa þeirri kynslóð um að byggja sig upp né hægt að fá neina gagnlega hjálp að fá til slíks þegar hún var ung og fædd árið 1925. Svo að þá eru sárin færð áfram á næstu kynslóð og oft líka kynslóðir, nema fólk vakni. Og foreldrar þá séðir sem ósnertanlegir Guðir sem enginn hafði þá leyfi til að gagnrýna.
Vírunin er um að vefa svo margt inn í djúp okkar sjálfra til að upplifa tilfinningalegt virði. Eins og ég hef tekið fram nokkrum sinnum áður, vitum við röklega að við höfum virði.
Það reynir í raun mest á það hvort við höfum það virði í öllu taugakerfi okkar þegar við lendum í orðaflæði eins og þessar frönsku blaðakonur upplifðu, og milljónir annarra kvenna sem hafa verið flattar niður orkulega og sjálfsvirðislega.
Leiðin út úr því er að finna leið og orðin og tóninn til að ná undir skinnið á þeim þegar slíkt gerist.
Auðvitað eiga konur það líka til að gera öðrum konum slíkt eins og karlar gera líka öðrum körlum.
Það sást til dæmis í kvikmyndinni „The Wife“ þegar aðstoðarkona eiginmannsins sem taldi sig vera rithöfundinn, segir konu hans (sem reyndist í raun hafa skrifað allt sem maður hennar setti nafn sitt undir) að það myndi aldrei neinn lesa það sem hún myndi skrifa, svo að hún ætti að hætta að láta sig dreyma um að verða þekkt fyrir skrif sín. (Lausleg túlkun mín á því atriði því að það segir svo mikið um þetta viðhorf).
Og í kvikmyndinni „On the basis of sex“ er Ruth Ginsburg hinn bandaríski lögfræðingur fær um að tjá sig við karla sem trúðu á sinn eiginn rétt til valda, og tókst að ná á milli augna þeirra með rökum sínum til að fá óréttlátum lögum breytt. Hún var hvorki það há í loftinu né með neitt voldugt útlit. Heldur stóð þarna vitandi sínu máli án neinna stórra leikatriða og það sem var í huga hennar til að bæta fyrir mannkyn náðist í gegn.
Það er mikilvægt að draga andann djúpt ...
... og vita að við verðum ekki að lúffa, né taka öllum árásum sem eigin sannleika.
Nýju fjölmiðlarnir eru að gefa einstaklingum enn meiri tækifæri til að hella eigin óþverra yfir á aðra án þess að sýna andlitið á sér, og ungt fólk að enda líf sitt af því að það tekur slík orð inn sem eiginn sannleik. Trúir slíkum orðum meira en eigin heilbrigðri skynsemi eða þeim sem þykir vænt um þau, sem kannski er vegna þrár eftir samþykki frá þeim sem það þekkir ekki, ef þau finna ekki nægilega ást heima hjá sér og leiðbeiningu um hverju sé í lagi að trúa. Og það burtséð frá hvort það sé að skoða hvort einhver ögn af lærdómi gæti verið í gagnrýninni.
Gagnrýni á slíkum miðlum eru að því virðist meira bara óþverri frá sendanda, en ekki eitthvað til að læra af eða byggja á.
Svo að þau hafa því miður ekkert af því tilfinningalega virði í sellum sínum til að skilja hvernig eigi að afgreiða slíkar árásir.
Það að snúa tilfinningavirði sínu til hins betra, er ekki um að nota sama slæma orðafarið og viðhorfið sem kemur að þeim, heldur um að sýna meira innsæi í hvað sé að baki í þeim sem tjáði sig, og jafna málið með að kunna að fara dýpra í málið sem kemur upp eins og til dæmis hún Ruth Ginsberg gerði.
Sú vinna að víra sig til að upplifa virði sitt í hverri sellu líkamans krefst þess að við höfum ýmis atriði í huga. Það er að byrja að læra að þykja nógu vænt um sig á réttan hátt með styrk og sveigjanleika, án hroka. Það er að hugsa um hvað sé raunverulega í gangi á bak við hávaðann og lætin. Það er líka oft um að spyrja hinn aðilann spurninga frekar en að koma með athugasemdir, það að spurning hægir á tjáningu og ný hugsun þarf að myndast, sem reynist eða getur oft orðið til að opna hugann og stoppa fyrra tjáskiptamynstur.
Það að vinna með tilfinningavirði sitt er að mörgu leyti eins og við höfum flísatöng hið innra til að skilja fínni atriðin í bæði okkur sjálfum á nýjan hátt og svo varðandi þá aðila sem við erum í samskiptum við til lengdar, eða þeim stuttu samskiptum sem koma upp hvar sem við erum.
Þeim mun meira sem við náum þessu finnum við það í líkamanum á annan hátt en er í að vita röklega að við höfum virði. Og er ég að beina þessu verkefni meira til kvenna, þó að karlmenn hafi auðvitað einnig samskonar skort á tilfinningalegu virði, en virðast þó sýna það á ólíkan hátt en konur. Kannski vegna hormónanna? Þegar konur ná þessu innra virði á tilfinningasviði, þá eru trúlega meiri líkur á að þau geti endað ofbeldissambönd í upphafi þess.
Það sem ég hef líka lært frá vinnu minni í þessu sem ég hef unnið að í slatta af árum, þó að ég telji mig ekki útskrifaða, er að viðbrögð annarra við manni þegar maður nær að girða meiru af tilfinningalegu virði inn í orkuhjúpana, hafa í mínu tilfelli verið þau að ég hef ekki haft slíka reynslu frá öðrum í langan tíma. Það er vegna þess sem er í hinum ósýnilega orkuhjúpi sem er með hverri einustu mannveru og hefur eins og tölvan bita um og frá því sem við erum og höfum upplifað og sendir út orku þess sem fólk bregst við á ósjálfráðan hátt.
Vinnan virkar á þann hátt, þó að hún sé ekki alltaf sýnileg. En við förum svo að upplifa að fólk bregst við okkur á hátt sem hafði ekki verið áður.
„Svo margar konur á mínum aldri rétt yfir sjötugt ólust upp við að menn væru mikilvægari en þær.“
Svo margar konur á mínum aldri rétt yfir sjötugt ólust upp við að menn væru mikilvægari en þær. Því miður setti það orkuhjúpa margra upp með þau skilaboð og þá skort á þeim styrk sem þær, við hefðum átt að hafa. En ég hef ekki lifað við heimilisofbeldi sem slíkt heldur hafði móður sem setti virðisleysi í mig á svakalegan hátt og föður sem var tilfinningalega fjarlægur.
Við höfum tækifæri til að breyta því með að upplifa á nýjan hátt hverjar við erum, til að skapa betra líf.
Það er vonandi tækifærið fyrir næsta stig með öðrum málum jafnréttisbaráttunnar og ekki síst máttar #MeToo-hreyfingarinnar sem og bók Þórdísar Elvu „Á Mannamáli“.
Athugasemdir