Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Berg­þór á Evrópu­ráðs­þingi: Varaði við harka­legum að­gerðum gegn kyn­ferðis­á­reitni þing­manna og kvartaði undan ó­sann­girni

Berg­þór Óla­son not­aði vett­vang Evr­ópu­ráðs­þings­ins til að kvarta und­an ósann­gjarnri um­ræðu um Klaust­urs­mál­ið.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, kallaði eftir því að Evrópuráðsþingið færi sér hægt í aðgerðum gegn kynferðisofbeldi og áreitni á þjóðþingum í ræðu sem hann flutti sem fulltrúi Alþingis á vorþingi Evrópuráðsþingsins nú í kvöld. Í ræðu sinni lýsti Bergþór rangsleitni sem hann telur sig og aðra Miðflokksmenn hafa orðið fyrir í Klaustursmálinu.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi og áreitni á þjóðþingum sem kynnt var í dag. Mælti hún fyrir ályktunartillögu vegna málsins en þar er lagt til að þeim tilmælum verði beint til aðildarríkja að setja á fót óháða nefnd sem hægt verði að leita til ef starfsmaður viðkomandi þjóðþings verður fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni.

Í skýrslu Þórhildar er minnst lítillega á Klaustursmálið sem dæmi frá Íslandi:

Bergþór kvaddi sér hljóðs og lýsti óánægju með þessi orð. „Ég verð að segja að ég vona að restin af skýrslunni eigi sér styrkari stoðir en sú klausa sem ég vísa til,“ sagði hann.

„Það er alltaf hætta á því að pólitískir andstæðingar noti tækifærið til að ýkja og gera hlutina verri en þeir raunverulega eru í þágu eigin pólitískra hagsmuna. Í málinu sem minnst er á varðandi þingmennina sex á Íslandi, sem sátu á hinum alræmda bar síðasta haust, þá tók það hópinn um fjóra mánuði að fá viðeigandi upplýsingar til að geta gefið raunhæfa mynd af atburðunum sem raunverulega áttu sér stað þetta kvöld.  Til að orða það varlega, þá er sú mynd sem birtist þegar afrit af öllum samskiptunum og myndefni úr öryggismyndavélum er skoðað allt öðruvísi en sú sem dregin hafði verið upp mánuðina á undan.“ 

Kallaði Bergþór eftir því að Evrópuþingið færi sér hægt að því er varðar viðurlög vegna kynferðislegrar áreitni á þjóðþingum. 

„Við verðum að fara varlega þegar kemur að viðurlögum, viðurlögum sem verða að vera í takt við alvarleika málsins hverju sinni. Ég hef mínar efasemdir um að nefnd skipuð pólitískum mótherjum geti talist hlutlaus vettvangur til að meta alvarleika mála.“ Lýsti hann áhyggjum af því að sannleikanum og sanngirni yrði kastað fyrir róða. „Ég hvet ykkur öll til að fara ykkur hægt í þessum efnum. Við verðum öll að vinna saman gegn kynjafordómum á öllum sviðum. Sjálfur mun ég gera mitt besta.“ 

Þórhildur Sunna svaraði Bergþóri fullum hálsi:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
6
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár