Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sögu­legir kjara­samningar: Launa­hækkanir bein­tengdar hag­vexti og kjara­bótum sér­stak­lega beint að lág­tekju­fólki

Tíma­mót urðu þeg­ar ný­ir kjara­samn­ing­ar voru und­ir­rit­að­ir með fjór­um lyk­il­at­rið­um: Hækk­un launa, aukn­um sveigj­an­leika í vinnu, lægri skött­um og lægri vöxt­um. Stétt­ar­fé­lög­in kröfð­ust 125 þús­und króna hækk­un­ar en gáfu eft­ir vegna nið­ur­sveifl­unn­ar.

Sögu­legir kjara­samningar: Launa­hækkanir bein­tengdar hag­vexti og kjara­bótum sér­stak­lega beint að lág­tekju­fólki
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra sagði kjarasamningana undirstöðu fyrir áframhaldandi samráði stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Mynd: Rúv

Ný nálgun í kjaraviðræðum var innsigluð með undirritun kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við félög verslunarmanna og Starfsgreinasambandsins í kvöld. Verkalýðsforystan kveðst hafa „tekið tillit til stöðu atvinnulífsins vegna gjaldþrota og uppsagna í ferðaþjónustu“ með því að takmarka launahækkanir í ár, en í heildina verða þær 90 þúsund krónur á þremur árum og átta mánuðum. 

„Þessi hækkun er rúmlega fjórðungi lægri en krafa Eflingar og annarra SGS félaga um 125 þúsund króna hækkun á þremur árum. Lág hækkun árið 2019 dregur helst niður heildarhækkunina,“ segir í yfirlýsingu Eflingar.

Óvenjuleg stund

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins seint í kvöld að hún teldi samningana skapa efnahagslegan og félagslegan stöðugleika. 

„Þetta er mjög óvenjulegur tími, en þetta er líka mjög óvenjuleg stund. Því við erum algerlega sannfærð um það að þessir samningar og það útspil stjórnvalda sem þeim fylgir mun verða og getur orðið grundvöllur að víðtækri sátt, verið grundvöllur þess að við getum skapað hér bæði efnahagslegan en ekki síður félagslegan stöðugleika til næstu ára og ég er ekki í nokkrum vafa um að ástæða þess að við erum hingað komin er það mikla samráð, sem stundum hefur verið stormasamt en líka gott á undanförnum mánuðum, við aðila vinnumarkaðarins, og ég er algerlega sannfærð um það að til lengri tíma mun þessi stund hér í kvöld verða undirstaða fyrir miklu styrkara samráð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins.“

Framkvæmdastjóri SAHalldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kynnir kjarasamninginn.

Fjögur lykilatriði

Hátt í hundrað manns komu að samningunum, að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, á blaðamannafundinum.

Fjögur kjarnaatriði eru skilgreind í samningunum: Hærri laun, aukinn sveigjanleiki, lægri skattar og lægri vextir.

Starfsfólk innan Starfsgreinasambandsins á vinnustöðum mun samkvæmt samningnum geta tekið upp viðræður við vinnuveitendur sína um styttingu vinnuvikunnar í 36 stundir. Þá mun vinnutími verslunarfólks verða styttur um 45 mínútur. 

„Við erum að vonast til þess að samfélagið muni hreyfast í þann takt að við vinnum ekki mikið eftir hádegi á föstudögum,“ sagði Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins í kvöld.

Meðal nýjunga í samningunum er að launataxtar verði að hluta sjálfvirkt tengdir hagvexti, samkvæmt yfirlýsingu Eflingar: „Að því gefnu að hagvöxtur á mann aukist um tiltekið hlutfall munu koma til sjálfkrafa hækkanir til viðbótar hefðbundnum umsömdum launahækkunum. Líkt og aðrar krónutöluhækkanir í samningnum er þessi hagvaxtartengdi launaauki útfærður þannig að hann skilar sér betur til þeirra sem vinna á töxtum. Miðað við meðalhagvöxt síðustu 30 ára gæti slíkur ábati skilað 10-24 þúsund til viðbótar við heildarhækkun launa á samningstímanum.“

Þá eru í samningnum forsenduákvæði um uppsögn hans verði vaxtalækkanir ekki að raunveruleika.

Vilhjálmur Birgisson, varaforseti Alþýðusambands Íslands, sagðist hafa trú á hagkerfinu. „Ég hef trú á íslensku efnahagslífi og ég veit að við munum stoppa stutt í þessari niðursveiflu sem við erum stödd í núna,“ sagði hann á blaðamannafundinum.

Ríkisstjórnin tilkynnir um leið um aðgerðir sínar í tengslum við svokallaðan lífskjarasamning. Hann felur í sér 10 þúsund króna aukningu ráðstöfunartekna þeirra tekjulægstu með lækkun skatta. Auk þess verður gripið til aðgerða sem að sögn ríkisstjórnarinnar getur í heildina „aukið ráðstöfunartekjur fjögurra manna fjölskyldu um allt að 411 þúsund krónur á ári“.

Yfirlýsing frá Eflingu

Efling og samflotsfélögin VR, LÍV, Framsýn, VLFA og VLFG hafa undirritað kjarasamning við Samtök atvinnulífsins með fyrirvara um aðkomu ríkisvaldsins. Einnig undirrituðu aðildarfélög SGS sams konar samning. Samningurinn mun mynda hluta af víðtækri sátt um bætt kjör láglaunafólks þar sem aðilar vinnumarkaðarins, ríkisvaldið og Seðlabankinn leggja af mörkum.

Þessi víðtæka samvinna stofnana samfélagsins um að bæta kjör láglaunafólks er beinn árangur af baráttu Eflingar og samflotsfélaga.

Samninganefnd Eflingar veitti formanni umboð á þriðjudagskvöld til að ljúka við kjarasamninginn sem undirritaður var í kvöld.

Leiða má líkum að því að enginn kjarasamningur á Íslandi hvorki fyrr né síðar hafi tryggt jafn vel að kjarabætur beinist sérstaklega að lágtekjufólki. Allar launahækkanir samningsins til félagsmanna samflotsfélaganna eru krónutöluhækkanir og við þær bætast sérstakar krónutöluhækkanir á taxta.

Formenn Eflingar og VRSólveig Anna Jónsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson eru hluti af nýrri forystu verkalýðshreyfingarinnar.

Efling er stolt af þátttöku sinni í breiðri samstöðu með VR og Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna um krónutöluhækkanir og sérstakar hækkanir á taxta. Þessi styrka samstaða mun í framhaldinu gefa tóninn fyrir launastefnu gagnvart öðrum hópum bæði á almennum og opinberum markaði. Efling er einnig stolt af að hafa tryggt að sá ábati verði ekki tekinn til baka í gegnum skattkerfið, líkt og gerðist á samningstíma síðasta kjarasamnings.

Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. Þessi hækkun er rúmlega fjórðungi lægri en krafa Eflingar og annarra SGS félaga um 125 þúsund króna hækkun á þremur árum. Lág hækkun árið 2019 dregur helst niður heildarhækkunina. Með þessu er tekið tillit til stöðu atvinnulífsins vegna gjaldþrota og uppsagna í ferðaþjónustu auk þess sem sköpuð eru skilyrði til vaxtalækkunar.

Til viðbótar hefðbundnum nafnlaunahækkunum koma til ýmis atriði sem munu auka ráðstöfunartekjur og eru þannig ígildi launahækkana.

Í samningnum er nýstárlegt ákvæði sem tryggir að hagvaxtaraukning skili sér til launafólks í formi krónutöluhækkana. Að því gefnu að hagvöxtur á mann aukist um tiltekið hlutfall munu koma til sjálfkrafa hækkanir til viðbótar hefðbundnum umsömdum launahækkunum. Líkt og aðrar krónutöluhækkanir í samningnum er þessi hagvaxtartengdi launaauki útfærður þannig að hann skilar sér betur til þeirra sem vinna á töxtum. Miðað við meðalhagvöxt síðustu 30 ára gæti slíkur ábati skilað 10-24 þúsund til viðbótar við heildarhækkun launa á samningstímanum.

Ein af forsendum samningsins er að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti. Samningsaðilar eru sammála um að samningurinn skapi aðstæður til þess. Lækkun vaxta mun hafa mikil áhrif á útgjöld skuldsettra heimila og einnig stuðla að lækkun leiguverðs. Í samningnum verða forsenduákvæði um uppsögn hans verði vaxtalækkanir ekki að raunveruleika.

Samhliða undirritun samnings mun ríkisvaldið skuldbinda sig til að lækka skatta þannig að það skili sér í 10 þúsund króna aukningu ráðstöfunartekna á mánuði til handa tekjulægstu hópum í skrefum. Tryggt verður að hækkuð skattleysismörk haldi raungildi sínu út samningstímann. Hækkun skerðingarmarka barnabóta, til viðbótar við hækkun barnabóta sem þegar var kynnt í fjárlögum síðasta árs, mun einnig skila sér vel til tekjulágra.

Aðgerðir ríkisins í húsnæðismálum koma til með að fela í sér aukið fjármagn til byggingar íbúðarhúsnæðis fyrir tekjulága og lagasetningu sem hamlar óhóflegum hækkunum húsaleigu.

Að auki mun ríkið skuldbinda sig til kerfisbreytinga varðandi lánakjör og fjármálakerfið, sérstaklega til skrefa til afnáms verðtryggingar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár