Það hefur verið óvenju líflegt síðustu mánuðina á heimili Eddu Janette Sigurðsson og mannsins hennar, Þorsteins Hraundal, því þau hafa verið með þrjá hvolpa með tilheyrandi gleði og látum. Nú eru þeir hins vegar nýfarnir á ný heimili en þrátt fyrir það er enn líf í tuskunum, enda sex hundar eftir sem eru ekki að fara neitt.
„Ég myndi kannski ekki mæla með því við hvern sem er að vera með sex hunda á heimilinu eins og við,“ segir Edda Janette, sem þó þykir það frekar eðlileg staða að ferfætlingarnir séu mun fleiri en þeir tvífættu á heimilinu.
Hún hefur átt nokkrar tegundir hunda í gegnum tíðina en að undanförnu hefur hún einbeitt sér að enskum cocker spaniel. Fyrstu tíkina af þeirri tegund fékk hún fyrir tíu árum og hún er hjá henni enn. „Hún eignaðist svo fimm hvolpa og ég hélt tveimur tíkum eftir af þeim. Nú eru þær …
Athugasemdir