„Líf mitt er í hættu,“ segir Bryndís Helgadóttir fyrirsæta í samtali frá Mexíkó. Hún ferðaðist um heiminn í áratug á tískusýningar og í ljósmyndatökur, en einnig í leit að andlegri uppljómun. Hún taldi sig hafa fundið hana í paradís við Karíbahafið, á Yucatán-skaga í Mexíkó, en ekki var allt sem sýndist.
Fram á 10. öld var skaginn heimkynni Maya, stórbrotinnar menningarþjóðar sem skildi eftir sig minnismerki um trúariðkun sína og siðmenningu. Rúmlega 100 kílómetra strandlengja er kennd við þjóðina, Maya Rivíeran, sem teygir sig frá borginni Cancún í norðri suður til Tulum. Á svæðinu geta ferðamenn valið á milli lúxusdvalarstaða til að njóta áhyggjulausra sólardaga í einum öruggasta hluta landsins.
Nokkrum kílómetrum inn af ströndinni Playa del Carmen er einn slíkur dvalarstaður, umlukinn þéttum frumskógi. Á átta hektara svæði, í miðju ósnortinnar náttúru, eru glæsileg gistirými, veitingastaðir, nuddstofur og viðburðarými í stíl indversks „ashram“, hugleiðsluseturs hindúamunka, með miðamerískum stílbrögðum. Í …
Athugasemdir