Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Ef hún drepur mig, þá mun ég brosa“

Bryn­dís Helga­dótt­ir fyr­ir­sæta flúði set­ur ind­verska gúrús­ins Ozen í frum­skógi Mexí­kó af ótta um líf sitt. Hún seg­ir hann og heila­þvegna fylgj­end­ur hans vilja tor­tíma henni eft­ir að hún hafn­aði hon­um. Fyr­ir­sæt­an og munkur­inn sögðu bæði Stund­inni sög­una af átök­un­um, sem náðu hápunkti í mars þeg­ar Bryn­dís leit­aði leiða til að ráða Ozen af dög­um.

„Ef hún drepur mig, þá mun ég brosa“

„Líf mitt er í hættu,“ segir Bryndís Helgadóttir fyrirsæta í samtali frá Mexíkó. Hún ferðaðist um heiminn í áratug á tískusýningar og í ljósmyndatökur, en einnig í leit að andlegri uppljómun. Hún taldi sig hafa fundið hana í paradís við Karíbahafið, á Yucatán-skaga í Mexíkó, en ekki var allt sem sýndist.

Fram á 10. öld var skaginn heimkynni Maya, stórbrotinnar menningarþjóðar sem skildi eftir sig minnismerki um trúariðkun sína og siðmenningu. Rúmlega 100 kílómetra strandlengja er kennd við þjóðina, Maya Rivíeran, sem teygir sig frá borginni Cancún í norðri suður til Tulum. Á svæðinu geta ferðamenn valið á milli lúxusdvalarstaða til að njóta áhyggjulausra sólardaga í einum öruggasta hluta landsins.

Nokkrum kílómetrum inn af ströndinni Playa del Carmen er einn slíkur dvalarstaður, umlukinn þéttum frumskógi. Á átta hektara svæði, í miðju ósnortinnar náttúru, eru glæsileg gistirými, veitingastaðir, nuddstofur og viðburðarými í stíl indversks „ashram“, hugleiðsluseturs hindúamunka, með miðamerískum stílbrögðum. Í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár