Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óvinnufær og full vantrausts eftir réttaróvissuna

Kona, sem á börn með manni sem hef­ur ver­ið dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot gegn þroska­skertri stúlku, hef­ur ver­ið óvinnu­fær í tvær vik­ur, eða allt frá því að Lands­rétt­ur frest­aði öll­um mál­um sem voru þar á dag­skrá. Þar átti að taka mál­ið fyr­ir dag­inn eft­ir að dóm­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu setti milli­dóm­stig­ið í upp­nám, með ófyr­ir­séð­um af­leið­ing­um fyr­ir brota­þola og að­stand­end­ur þeirra.

Óvinnufær og full vantrausts eftir réttaróvissuna
Landsréttur Mikil réttaróvissa skapaðist þegar Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að það væri brot á mannréttindum og réttlátri málsmeðferð að borgarar væru dæmdir af þeim dómurum sem voru rangt skipaðir. Mynd: Dómsmálaráðuneytið

Þeirra á meðal er konan sem hér talar. Hún er á fimmtugsaldri, þriggja barna móðir, sem bjó með þessum manni þegar hann braut kynferðislega á ungri stúlku. Stúlkan er þroskaskert og hafði verið inni á heimili þeirra í þrjú ár frá sextán ára aldri, en í gegnum félagsmálayfirvöld hafði fjölskyldan tekið að sér að veita stúlkunni stuðning. 

„Þegar brotin komust upp var hún komin úr vistun hjá okkur og orðin sjálfstæðari. Hún kom enn reglulega í heimsókn, var með okkur og borðaði með okkur. Mér skilst að hann hafi sagt við hana að við værum að hugsa um að skilja og reynt að selja henni að þetta væri þá í lagi. Hún þorði ekki að segja mér frá þessu því hún var svo hrædd um að hún væri ástæðan fyrir því að við skildum. En það var aldrei þannig.“ 

„Þegar brotin komust upp var hún komin úr vistun hjá okkur“ …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu