Þeirra á meðal er konan sem hér talar. Hún er á fimmtugsaldri, þriggja barna móðir, sem bjó með þessum manni þegar hann braut kynferðislega á ungri stúlku. Stúlkan er þroskaskert og hafði verið inni á heimili þeirra í þrjú ár frá sextán ára aldri, en í gegnum félagsmálayfirvöld hafði fjölskyldan tekið að sér að veita stúlkunni stuðning.
„Þegar brotin komust upp var hún komin úr vistun hjá okkur og orðin sjálfstæðari. Hún kom enn reglulega í heimsókn, var með okkur og borðaði með okkur. Mér skilst að hann hafi sagt við hana að við værum að hugsa um að skilja og reynt að selja henni að þetta væri þá í lagi. Hún þorði ekki að segja mér frá þessu því hún var svo hrædd um að hún væri ástæðan fyrir því að við skildum. En það var aldrei þannig.“
„Þegar brotin komust upp var hún komin úr vistun hjá okkur“ …
Athugasemdir