Steinunn Eldflaug Harðardóttir hefur á áratugi skapað sér algjöra sérstöðu í íslensku tónlistarlífi sem Dj. flugvél og geimskip með frjóum og ævintýragjörnum tónsmíðum sem skila sér í einstakri sviðsframkomu. Lög hennar fjalla gjarnan um töfróttan raunveruleika þar sem viti bornar skepnur eiga flókið tilfinningalíf. Bæði hinn ytri geimur og dýpsti hafsbotn færast nær í lögum hennar, en þar að auki mætast fjarlæg fortíð og furðuleg framtíð á tónleikum hennar.
Sem Dj. flugvél og geimskip gaf hún út ógrynni af lögum, kasettum, og smáskífum, og plötuna Rokk og róleg lög árið 2010, en hún telur engu að síður að fyrsta raunverulega platan hennar hafi verið Glamúr í geimnum sem kom út árið 2013 og hlaut mikið lof. Henni var fylgt eftir með Nótt á hafsbotni árið 2015 sem Steinunn segir að hafi verið frávik í listasköpun sinni þar sem hún hafi verið tilraun til að …
Athugasemdir