Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þúsund mílna ferðalag, barnakvikmyndahátíð og frumefni náttúrunnar

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 5.-18. apríl.

Þúsund mílna ferðalag, barnakvikmyndahátíð og frumefni náttúrunnar

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu daga og vikur.

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? Til 14. apríl
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Hlutverk barnakvikmyndahátíðarinnar er að bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra aðgang að áhugaverðum og vönduðum barna- og unglingakvikmyndum víðs vegar að úr heiminum sem annars eru ekki teknar til sýninga á Íslandi. Hátíðin eykur fjölbreytni í kvikmyndaflóru fyrir börn, eflir kvikmyndalæsi barna og unglinga og gefur allri fjölskyldunni tækifæri til að fara saman á metnaðarfulla viðburði.

Týnd lykilorð

Hvar? Ásmundarsalur
Hvenær? 6.–28. apríl 
Aðgangseyrir: Ókeypis

Týnd lykilorð er ný sýning Fritz Hendriks, en hann fjallar í myndlist sinni meðal annars um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu. Fritz fæst einnig við samband hefðar, skynjunar og þekkingar í verkum sínum. Hvað vitum við, hvernig vitum við, og hvað er það sem við erum að horfa á?

Frumefni náttúrunnar

Hvar? Ásmundarsafn
Hvenær? 6. apríl–10. júní
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Verk Brynhildar Þorgeirsdóttur má finna í öllum helstu söfnum landsins auk safna í ýmsum löndum austan hafs og vestan, en Frumefni náttúrunnar er nýjasta sýning hennar. Hún hefur hlotið styrki og viðurkenningar fyrir verk sín og meðal annars tvisvar fengið úthlutun úr The Pollock- Krasner Foundation. Sérstök sýningaropnun verður haldin 6. apríl kl. 16.00.

Cell7 útgáfutónleikar

Hvar? Húrra
Hvenær? 12. apríl kl. 22.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Ragna Kjartansdóttir er einn af forsprökkum rappsenunnar á Íslandi og var hluti af goðsagnakenndu hljómsveitinni Subterranean. Eftir nokkurra ára pásu sneri Ragna aftur sem Cell7, en hún fagnar annarri plötu sinni, Is Anybody Listening, á þessum útgáfutónleikum. GDRN kemur einnig fram á þessu kvöldi, en hún vann fern verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum í ár, meðal annars poppplötu og popplag ársins.

Kæra Jelena

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 12. apríl–15. maí
Aðgangseyrir: 6.500 kr.

Hópur kraftmikilla og sjarmerandi nemenda kemur óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns með vín og gjafir undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið. En fljótlega komumst við að því að raunverulegi tilgangurinn er allt annar og við tekur hrikaleg atburðarás. Í Kæra Jelena takast á kynslóðir í verki sem spyr stórra spurninga um siðferðisleg mörk, einstaklingshyggju og hugsjónir.

The Proclaimers

Hvar? Harpa
Hvenær? 15. apríl kl. 20.30
Aðgangseyrir: Frá 8.800 kr.

Skosku tvíburarnir í The Proclaimers eru þekktastir fyrir að vera reiðubúnir til að þramma samtals þúsund mílur, en þeir þurfa aðeins að ganga 852 til að spila sína fyrstu tónleika í Reykjavík. Ekki er vitað hvað þeir gera við þessar auka 148 mílur, en á þessum tónleikum munu þeir spila valin lög úr 30 ára ferli sínum, en það má fastlega búast við því að þeir segi söguna aftur af þessum þúsund mílum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
2
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Þegar borgin fór á taugum
5
Greining

Þeg­ar borg­in fór á taug­um

Meiri­hlut­inn í borg­inni sprakk óvænt í lok síð­ustu viku rétt eft­ir ham­fara­veð­ur sem geis­að hafði á land­inu öllu. Öskureið­ur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leiddi til þess að Fram­sókn ákvað að leita hóf­anna í mis­heppn­uð­um póli­tísk­um leið­angri sem sprengdi meiri­hluta­sam­starf­ið. Póli­tísk­ir eld­inga­storm­ar og rauð­ar við­var­an­ir voru víða í stjórn­mál­um vik­una ör­laga­ríku.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár