Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kostnaður við fundarsalinn í Garðabæ tvöfaldaðist

Fram­kvæmd­ir við Sveina­tungu, nýj­an fjöl­nota fund­ar­sal bæj­ar­stjórn­ar Garða­bæj­ar, áttu upp­haf­lega að kosta 180 millj­ón­ir króna. Út­lit er fyr­ir að kostn­að­ur við fram­kvæmd­ir verði yf­ir 350 millj­ón­um króna, auk 67,5 millj­óna fyr­ir kaup á hús­næð­inu. Gunn­ar Ein­ars­son bæj­ar­stjóri seg­ir að enda­laust megi ræða um for­gangs­röð­un.

Kostnaður við fundarsalinn í Garðabæ tvöfaldaðist
Sveinatunga Fundarsalurinn heitir eftir húsnæðinu þar sem bæjarskrifstofur Garðabæjar voru áður til húsa, en þar eru nú bensínstöð og verslun.

Framkvæmdir við nýjan fjölnota fundarsal bæjarstjórnar Garðabæjar munu kosta tvöfalt meira en upphaflega var gert ráð fyrir í áætlunum. Alls 180 milljónir króna höfðu þegar verið veittar til framkvæmdanna áður en endanlegt kostnaðarmat lá fyrir og viðbótarfjárveiting upp á 150 milljónir var samþykkt. Bæjarstjóri segir að endalaust megi deila um forgangsröðun.

Í síðasta tölublaði Stundarinnar var greint frá því að kostnaður við nýjan fjölnota fundarsal bæjarstjórnar Garðabæjar við Garðatorg nemi að minnsta kosti um 420 milljónum króna. Salurinn, sem ber nafnið Sveinatunga, var tekinn formlega í notkun í mars á opnum fundi bæjarstjórnar, sem mun funda í aðalsalnum tvisvar í mánuði.

Kostnaður við verkefnið á árunum 2016 til 2018 hefur numið um 384 milljónum króna, að meðtöldum kostnaði við kaup á húsnæðinu. Í samtali við Stundina sagðist Guðjón E. Friðriksson bæjarritari telja að við þetta bættust að minnsta kosti 35 milljónir í ár, ef ekki meira, vegna kaupa á húsgögnum, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár