Kaupendur íbúða í Mosfellsbæ, sem Sturla Sighvatsson fjárfestir seldi þeim, leita nú réttar síns vegna tafa á afhendingu. Ár er liðið frá upphaflega auglýstum afhendingardegi og greiða kaupendur þegar fasteignagjöld af íbúðunum, þrátt fyrir að fá ekki að flytja inn. Sturla segir tafirnar alfarið á ábyrgð verktakans sem byggði húsin.
Íbúðirnar eru við Gerplustræti 2 í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ og voru fyrst auglýstar til afhendingar í apríl 2018, en samkvæmt kaupsamningum í júlí. Í nóvember hafði kaupendum verið lofað afhendingu í desember, sem gekk ekki eftir og biðin heldur áfram.
Kaupendur segja að illa hafi gengið að ná í Sturlu og lítið hafi verið gert til að klára íbúðirnar að undanförnu að því er þeim sýnist. Óttast sumir að greiðslur þeirra, sem fóru fram við undirritun kaupsamnings, muni glatast ef fasteignafélagið lendir í vandræðum, en félagið tók tæpan milljarð í lán vegna viðskiptanna.
Kaupendur íbúðanna hafa nú tekið sig …
Athugasemdir