Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Flugmenn Icelandair töldu öryggisbúnaðinn óþarfan

Fram­kvæmda­stjóri hjá Icelanda­ir seg­ir að val­kvæð­ur ör­ygg­is­bún­að­ur verði sett­ur í all­ar Boeing 737 MAX-vél­ar fyr­ir­tæk­is­ins Skort­ur á slík­um ör­ygg­is­bún­aði er tal­inn tengj­ast því að tvær slík­ar vél­ar hafa hrap­að á und­an­förn­um mán­uð­um og á fjórða hundrað lát­ist.

Flugmenn Icelandair töldu öryggisbúnaðinn óþarfan
Lion Air Vélin sem hrapaði við Indónesíu var ekki með öryggisbúnaðinn, frekar en vélar Icelandair.

Icelandair mun innleiða valkvæðan öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar í kjölfar mannskæðra flugslysa véla af sömu gerð. Flugmenn félagsins töldu ekki þörf á búnaðinum á sínum tíma, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Icelandair.

Skortur á slíkum búnaði er talinn tengjast því að tvær vélar af þessari gerð hafi hrapað á undanförnum mánuðum og á fjórða hundrað manns látist. Vél Lion Air hrapaði 29. október 2018 við Indónesíu og létust allir um borð, 189 manns. Vél Ethiopian Airlines hrapaði í Eþíópíu 10. mars með 157 manns um borð og lifði enginn af. Hvorug vélanna var með þennan öryggisbúnað, sem Boeing seldi aukalega.

„Flugmennirnir okkar meta hvaða búnað þarf og svara tugum eða hundruðum spurninga um búnað í vélarnar,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair í samtali við Stundina.

„Öryggi snýst líka oft um að tryggja það að skilaboð sem flugmenn fá séu einföld og skýr. Okkar flugmenn töldu á sínum tíma út frá sinni reynslu og þekkingu að þetta væri búnaður sem bætti ekki miklu við í öryggi vélarinnar. Þar af leiðandi var hann talinn vera óþarfur. Það er ekki boðið upp á búnað sem er krítískur fyrir öryggi sem einhvern valkost.“

Um er að ræða búnað sem Boeing bauð upp á gegn gjaldi, að setja í mælaborð upplýsingar úr afstöðuskynjurum flugvélarinnar. „Það er það sem við völdum ekki og við getum séð afstöðu vélarinnar með öðrum búnaði,“ segir Jens.

Þá hefur Boeing tilkynnt að viðvörunarljós, sem sýnir hvort afstöðuskynjararnir gefa misvísandi upplýsingar, verði sett í allar vélarnar. „Það er búnaður sem var ekki boðið upp á í vélinni en Boeing er að leggja til að sett verði í vélina núna sem viðbragð við þessum vandamálum,“ segir Jens.

Flugmenn taki ákvarðanir um flugtæknileg atriði

Jens segir að í vélarnar hafi verið settur annar öryggisbúnaður sem hefur sambærilega virkni. „Það sem við vitum í dag um þessi slys er að þessi búnaður hefði ekki komið í veg fyrir Lion Air slysið, en mögulega hjálpað mönnum að átta sig fyrr á hvað var að gerast,“ segir hann. „Þetta er ekki þannig að þetta hefði haft úrslitaáhrif. Eftir slysið höfum við endurmetið þetta og þetta fer í allar vélar, það er ekki spurning um það.“

Aðspurður segir Jens að ákvörðunin um búnaðinn hafi verið tekin eftir mat flugmanna Icelandair. „Um svona atriði, sem eru eingöngu flugtæknileg, er það þeirra hópur sem segir til um hvað á að gera og við gerum það,“ segir hann. „Þetta eru sérfræðingarnir sem eru að fara að fljúga vélinni. Það eru stundum skiptar skoðanir innan hópsins en við náum sátt og gerum það sem þarf að gera samkvæmt þeim.“

Vélar af þessari gerð, Boeing 737 MAX hafa verið kyrrsettar um allan heim í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu. Icelandair á þrjár vélar af þessari gerð og eru sex til viðbótar væntanlegar í vor. Jens segir að öryggisbúnaðurinn verði í þeim öllum.

Aðspurður segir Jens að aðrar flugvélar í eigu félagsins séu með mikla flugreynslu og að ekkert í þessu samhengi hafi kallað á endurskoðun öryggiskerfa í þeim. „Alltaf á rekstrarlíftíma flugvéla kemur öðru hverju ný tækni og við innleiðum slíkt reglulega.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár