Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Icelandair keypti ekki öryggisbúnað fyrir Boeing vélarnar

Icelanda­ir keypti ekki ör­ygg­is­bún­að í Boeing 737 MAX vél­ar sín­ar sem nú hafa ver­ið kyrr­sett­ar, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. Boeing seldi bún­að­inn auka­lega. Skort­ur á slík­um ör­ygg­is­bún­aði er tal­inn tengj­ast því að tvær slík­ar vél­ar hafa hrap­að á und­an­förn­um mán­uð­um og á fjórða hundrað lát­ist.

Icelandair keypti ekki öryggisbúnað fyrir Boeing vélarnar

Icelandair keypti ekki öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem seldur var aukalega. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Skortur á slíkum búnaði er talinn tengjast því að tvær vélar af þessari gerð hafa hrapað á undanförnum mánuðum og á fjórða hundrað manns látist.

Boeing hefur rukkað flugfélög aukalega fyrir öryggisbúnaðinn, en fyrirtækið hefur lýst því yfir að hann verði staðalbúnaður héðan í frá þegar hugbúnaðaruppfærsla verður tilbúin. Sum lággjaldaflugfélög hafa því sleppt að kaupa hann vegna kostnaðar.

Tvær vélar af gerðinni Boeing 737 MAX hafa brotlent á undanförnum mánuðum. Ein hrapaði 29. október 2018 við Indónesíu og létust allir um borð, 189 manns. Hin hrapaði í Eþíópíu 10. mars með 157 manns um borð og lifði enginn af. Hvorug vélanna var með þennan öryggisbúnað.

Icelandair á þrjár vélar af gerðinni Boeing 737 MAX sem bera nöfnin Dyrhólaey, Jökulsárlón og Látrabjarg. Allar voru kyrrsettar 12. mars eftir flugslysið í Eþíópíu. Icelandair bætir sex slíkum vélum við flotann á vormánuðum.

Fjöldi flugfélaga hefur tilkynnt að öryggisbúnaðurinn sé í vélum þeirra. Meðal þeirra flugfélaga eru American Airlines og Southwest Airlines.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár