Í ár tekur hönnunarteymið sem stendur að baki USEE STUDIO, þær Helga Kjerúlf og Halla Hákonardóttir, þátt í Hönnunarmars í þriðja sinn. Í fyrri skiptin tvö beittu þær æpandi og ögrandi aðferðum til að koma ákalli sínu um náttúruvernd og sjálfbærni til skila. Í fyrra skiptið með tískureifi og í seinna skiptið með gerð lags og tónlistarmyndbands með því. „Fyrst vorum við með tískureif, þar sem við spiluðum brjálaða reiftónlist og vörpuðum á vegg myndum úr tískuiðnaðinum sem sýna hræðilega offramleiðslu. Í fyrra gerðum við svo lag um svitaverksmiðjur í samstarfi við myndlistar- og tónlistarkonuna Katrínu Helgu Andrésdóttur, betur þekkt sem Special-K, sem við frumsýndum í Kringlunni, sem var viðeigandi.“
Mild róttækni
Nú líta þær til mildari aðferða með innsetningunni Nectar & Ambrosia í gróðurhúsi Norræna hússins, sem þær vinna í samvinnu við Thomas Pausz hönnuð. „Við erum að vinna með vatnið, fyrst og fremst,“ útskýrir Helga og bætir við …
Athugasemdir