Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hætta að rukka strætófarþega og þrífa klósett

Ráð­ist verð­ur í marg­vís­leg­ar vinnu­stöðv­un­ar­að­gerð­ir gegn eig­end­um rútu­fyr­ir­tækja og hót­ela ef til­lög­ur samn­inga­nefnd­ar Efl­ing­ar ná fram að ganga.

Hætta að rukka strætófarþega og þrífa klósett

Frá og með 18. mars og til ótilgreinds tíma munu strætóbílstjórar og aðrir félagsmenn Eflingar hjá Almenningsvögnum Kynnisferða hætta að sinna eftirliti með greiðslu fargjalds.

Frá 23. mars til 29. mars munu svo bílstjórarnir stöðva bifreið á stoppistöð í 5 mínútur á hverjum degi kl. 16 auk þess sem hætt verður að þrífa bifreiðarnar að utanverðu. 

Þetta er á meðal þeirra vinnustöðvunaraðgerða sem samninganefnd Eflingar leggur til. Nefndin samþykkti á fundi sínum í gær, 28. febrúar, að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og starfsmönnum 40 hótela. Einungis þeir félagsmenn sem verkfallsboðunin tekur til greiða atkvæði.

Nái tillögurnar fram að ganga verður boðað til fullrar vinnustöðvunar frá miðnætti til miðnættis þann 22. og 28.-29. mars, og 3.-5., 9.-11., 15.-17. og 23.-25. apríl. Ótímbundin vinnustöðvun yrði svo boðuð frá og með 1. maí. 

Örverkfallsaðgerðir rútubílstjóra hjá öðrum fyrirtækjum sem ekki sinna áætlunarferðum innanbæjar undir merkjum Strætó BS eru um margt svipaðar þeim sem starfsmenn Kynnisferða myndu ráðast í.

Í tillögunum felst meðal annars að starfsmenn munu einvörðungu sinna störfum sem tilgreind eru í starfslýsingu þeirra og ekki skoða farmiða né fara yfir farþegalista að undanskyldri farþegatalningu sem er nauðsynleg af öryggisástæðum. 

Hjá hótelstarfsmönnum birtast vinnustöðvunaraðgerðirnar í fyrstu með þeim hætti að klósett og sameiginleg rými verða ekki þirifin og morgunverði gesta ekki sinnt.

Uppfært kl. 13:40:

Efling hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

Verkafólk á lægstu launum í röðum Eflingar hefur stigið fram og skipulagt ýmsar nýstárlegar verkfallsaðgerðir sem eru hluti af verkfallsáætlun Eflingar. Bílstjórar á einkareknum strætóleiðum, sem starfa undir miklu álagi og verða fyrir ítrekuðum brotum á kjarasamningi, hafa lagt til fargjaldaverkfall sem hefst 18. mars. Þetta verkfall er viðbót við hefðbundnar vinnustöðvanir bílstjóra Eflingar.

Hótelstarfsfólk mun gera mikilvægi starfa sinna ljóst á afgerandi máta með því að hætta hluta þeirra, af stigvaxandi þunga. Til að mynda munu  þau hætta klósettþrifum og leggja niður störf tengd morgunverði, þar til ótímabundið verkfall hefst á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí.

Þessar aðgerðir eru til viðbótar við hefðbundnar vinnustöðvanir sem eru samræmdar með VR. Samninganefnd Eflingar samþykkti tillögu um allar vinnustöðvanirnar á fundi sínum í gærkvöldi.

Aðgerðir vorsins hefjast á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars, í verkfalli sem var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þessari viku. Þernur á hótelum, raddlaus og einangraður hópur, fékk þar tækifæri til að kjósa um verkfallið sitt þegar Eflingarbíllinn, færanlegur kjörstaður, fór á milli vinnustaða þeirra.

„Baráttuandi hótelstarfsfólksins sem við hittum á bíltúrnum hefur verið okkur mikill innblástur,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. „Við höfum leitast við að færa félagið til þeirra, að opna þeim dyr í þátttöku í samfélaginu. Verkföllin okkar miða að því að vera þátttökuverkföll, ekki eingöngu heimasetuverkföll, og eiga að vera sem mest í höndum félagsmannanna sjálfra. Við erum gífurlega stolt af því starfi sem þessi verkföll byggja á.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaramál

Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.

Mest lesið

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“
4
Fréttir

„Þú verð­ur bráð­um besti eng­ill í heimi“

„Það er ekk­ert rétt­læti í því að við sé­um hér í dag,“ sagði Guðni Már Harð­ar­son prest­ur við jarð­ar­för Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur í Hall­gríms­kirkju í dag. Óbæri­leg fórn Bryn­dís­ar, „skal, og verð­ur að bjarga manns­líf­um,“ skrif­uðu for­eldr­ar henn­ar í yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. Prest­arn­ir sem jarð­sungu Bryn­dísi köll­uðu jafn­framt eft­ir að­gerð­um til þess að auka ör­yggi í sam­fé­lag­inu.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
6
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Með minnisblað í vinnslu um mögulega kólnun Íslands
9
ViðtalLoftslagsvá

Með minn­is­blað í vinnslu um mögu­lega kóln­un Ís­lands

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, ráð­herra lofts­lags­mála, tel­ur nýja að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um miklu betri grunn fyr­ir ákvarð­ana­töku en áð­ur hafi kom­ið fram. Hann tel­ur raun­hæft að Ís­land standi við skuld­bind­ing­ar sín­ar um sam­drátt fram til árs­ins 2030, en horf­ir til þess að svo­kall­að­ur ETS-sveigj­an­leiki verði áfram nýtt­ur í því skyni að draga úr kröf­um um sam­drátt í sam­fé­lags­los­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár