Helga María Ragnarsdóttir var 16 ára þegar hún sagði móður sinni að presturinn í Selfosskirkju hefði reynt að kyssa sig. Ári síðar, í mars 2009, hafði Hæstiréttur dæmt í málinu og sýknað séra Gunnar Björnsson þar sem háttsemi hans gagnvart tveimur stúlkum í kirkjunni hefði ekki getað talist kynferðisleg áreitni eða ósiðlegt athæfi gagnvart barni í skilningi laganna.
Sex konur, þar á meðal Helga María, lýsa kynferðislegri áreitni séra Gunnars við sig á barns- og unglingsaldri í samtölum við Stundina. Þær segja að hann hafi í tíð sinni sem sóknarprestur í Bolungarvík, á Flateyri og á Selfossi nýtt sér aðstöðu sína til að kyssa þær og káfa á þeim.
Helga María flutti frá Selfossi og hefur lítið komið til baka. Móðir hennar, Lilja Magnúsdóttir, bjó þar áfram um hríð og segist hafa upplifað hvernig bæjarfélagið hafi snúist gegn fjölskyldunni fyrir að bera sakir …
Athugasemdir