Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

Eig­end­ur Procar, þeir Gunn­ar Björn Gunn­ars­son og Har­ald­ur Sveinn Gunn­ars­son, greiddu sér 48 millj­óna arð út úr fyr­ir­tæk­inu þeg­ar svindlið með kíló­metra­mæla stóð sem hæst.

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

Bílaleigan Procar ehf. seldi bíla fyrir meira en tvo milljarða árin 2014, 2015 og 2016. Á þessum árum stóð fyrirtækið í stórtæku svindli þar sem átt var við kílómetrastöðu notaðra bíla til að gera þá söluvænlegri.

Kveikur fjallaði um málið í gær en fyrirtækið hefur sent út yfirlýsingu þar sem háttsemin er að hluta viðurkennd. 

200 milljóna hagnaður var af rekstri bílaleigunnar árin 2015 og 2016 ef litið er fram hjá fjármagnsliðum, en alls voru rekstrartekjurnar 2,2 milljarðar árið 2016 og 1,3 milljarðar árið 2015. Þetta kemur fram í ársreikningum félagsins. Procar er í eigu Gunnars Björns Gunnarssonar og Platinum ehf., eignarhaldsfélags Haraldar Sveins Gunnarssonar.

Þegar vaxtagjöld eru tekin með í reikninginn hagnaðist fyrirtækið um 21 milljón árin 2015 og 2016. Hagnaðurinn var meiri árin á undan, 51 milljón árið 2014 og 11,3 milljónir 2013. Þetta gerði eigendum kleift að greiða sér út arð upp á 48 milljónir króna, en ákvörðunin var tekin á aðalfundi félagsins þann 27. júlí 2015. 

Samkvæmt yfirlýsingu sem Procar sendi út í gær var átt við kílómetramælana frá 2013 til 2015. Eins og Stundin greindi frá í dag stóð svindlið þó yfir langt fram eftir árinu 2016 og benda fyrirliggjandi gögn til þess að Gunnar Björn, eigandi og framkvæmdastjóri, hafi sjálfur tekið þátt í því. Eignir fyrirtækisins voru metnar á um milljarð í árslok 2016 en eigið fé þess nam 23 milljónum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
1
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
5
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu