Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjármálaráðuneytið: Hátt verðlag stafar af sterkri stöðu þjóðarbúsins og háu raungengi

Ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­son­ar bregst við um­ræðu um að verð­lag á Ís­landi hafi ver­ið það hæsta í Evr­ópu ár­ið 2017. Bent er á að styrk­ing krón­unn­ar hef­ur auk­ið kaup­mátt heim­ila.

Fjármálaráðuneytið: Hátt verðlag stafar af sterkri stöðu þjóðarbúsins og háu raungengi
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Pressphotos

Hátt raungengi og sterk staða þjóðarbúsins er meginástæða þess að verðlag á Íslandi er hátt í samanburði við önnur Evrópuríki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu þar sem brugðist er við umræðu um matvælaverð og verðlag á Íslandi. 

„Laun á Íslandi hækkuðu um 80% í evrum talið á tímabilinu 2013-2017 sé tekið mið af tölum Eurostat um launakostnað á vinnustund innan viðskiptahagkerfisins. Styrking krónunnar olli miklum vexti í kaupmætti í erlendri mynt á sama tíma og laun hækkuðu mikið. Hvergi í Evrópu hækkuðu laun jafn mikið á þennan mælikvarða á undanförnum árum,“ segir í tilkynningunni.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru er vörukarfan í Reykjavík talsvert dýrari en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Þá hefur vakið athygli að samkvæmt uppfærðri tölfræði Eurostat var verðlag á Íslandi það hæsta í Evrópu árið 2017. Fjármálaráðuneytið bendir á að þarna sé verðlag í krónum umreiknað í verðlag í evrum. Því hafi gengisbreytingar mikil áhrif á samanburðinn. 

„Þegar krónan styrkist verða vörur sem verðlagðar eru í íslenskum krónum dýrari í evrum talið og því hækkar verðlag sjálfkrafa á þennan samræmda mælikvarða,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. „Styrking krónunnar á árunum 2013-2017 hefur aftur á móti stuðlað að lægra vöruverði hér á landi í íslenskum krónum og þannig aukið kaupmátt heimilanna. Afnám tolla og vörugjalda hefur stuðlað enn frekar að lægra vöruverði í mikilvægum vöruflokkum eins og komist er að í skýrslu Hagfræðistofnunar.“

Ráðuneytið birtir súlurit sem sýnir að hvergi í Evrópu hafi laun hækkað meira í evrum talið en á Íslandi.

„Sterkt raungengi krónunnar í sögulegu samhengi endurspeglar ekki síst viðsnúning í viðskiptajöfnuði á undanförnum árum og sterka stöðu þjóðarbúsins. Laun hafa enda hækkað meira en verðlag eins og sést á meðfylgjandi mynd. Árið 2017 var launakostnaður á hverja vinnustund í evrum talið 74% hærri á Íslandi en að meðaltali í löndum ESB.“

Þá birtir ráðuneytið línurit sem sýnir að launavísitalan hefur hækkað lítillega umfram vísitölu neysluverðs á Íslandi. 

Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að neyslumynstur er breytilegt frá einu heimili til annars. Til að mynda vegur húsnæðiskostnaður mun þyngra í neyslukörfu láglaunafólks og fólks á leigumarkaði en annarra hópa og hefur þannig hækkun fasteignaverðs bitnað meira á kaupmætti þeirra sem eru neðar í tekjustiganum en hinna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu