Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjármálaráðuneytið: Hátt verðlag stafar af sterkri stöðu þjóðarbúsins og háu raungengi

Ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­son­ar bregst við um­ræðu um að verð­lag á Ís­landi hafi ver­ið það hæsta í Evr­ópu ár­ið 2017. Bent er á að styrk­ing krón­unn­ar hef­ur auk­ið kaup­mátt heim­ila.

Fjármálaráðuneytið: Hátt verðlag stafar af sterkri stöðu þjóðarbúsins og háu raungengi
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Pressphotos

Hátt raungengi og sterk staða þjóðarbúsins er meginástæða þess að verðlag á Íslandi er hátt í samanburði við önnur Evrópuríki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu þar sem brugðist er við umræðu um matvælaverð og verðlag á Íslandi. 

„Laun á Íslandi hækkuðu um 80% í evrum talið á tímabilinu 2013-2017 sé tekið mið af tölum Eurostat um launakostnað á vinnustund innan viðskiptahagkerfisins. Styrking krónunnar olli miklum vexti í kaupmætti í erlendri mynt á sama tíma og laun hækkuðu mikið. Hvergi í Evrópu hækkuðu laun jafn mikið á þennan mælikvarða á undanförnum árum,“ segir í tilkynningunni.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru er vörukarfan í Reykjavík talsvert dýrari en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Þá hefur vakið athygli að samkvæmt uppfærðri tölfræði Eurostat var verðlag á Íslandi það hæsta í Evrópu árið 2017. Fjármálaráðuneytið bendir á að þarna sé verðlag í krónum umreiknað í verðlag í evrum. Því hafi gengisbreytingar mikil áhrif á samanburðinn. 

„Þegar krónan styrkist verða vörur sem verðlagðar eru í íslenskum krónum dýrari í evrum talið og því hækkar verðlag sjálfkrafa á þennan samræmda mælikvarða,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. „Styrking krónunnar á árunum 2013-2017 hefur aftur á móti stuðlað að lægra vöruverði hér á landi í íslenskum krónum og þannig aukið kaupmátt heimilanna. Afnám tolla og vörugjalda hefur stuðlað enn frekar að lægra vöruverði í mikilvægum vöruflokkum eins og komist er að í skýrslu Hagfræðistofnunar.“

Ráðuneytið birtir súlurit sem sýnir að hvergi í Evrópu hafi laun hækkað meira í evrum talið en á Íslandi.

„Sterkt raungengi krónunnar í sögulegu samhengi endurspeglar ekki síst viðsnúning í viðskiptajöfnuði á undanförnum árum og sterka stöðu þjóðarbúsins. Laun hafa enda hækkað meira en verðlag eins og sést á meðfylgjandi mynd. Árið 2017 var launakostnaður á hverja vinnustund í evrum talið 74% hærri á Íslandi en að meðaltali í löndum ESB.“

Þá birtir ráðuneytið línurit sem sýnir að launavísitalan hefur hækkað lítillega umfram vísitölu neysluverðs á Íslandi. 

Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að neyslumynstur er breytilegt frá einu heimili til annars. Til að mynda vegur húsnæðiskostnaður mun þyngra í neyslukörfu láglaunafólks og fólks á leigumarkaði en annarra hópa og hefur þannig hækkun fasteignaverðs bitnað meira á kaupmætti þeirra sem eru neðar í tekjustiganum en hinna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár