Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

170 milljóna gjaldþrot eftir Norðurflugsfléttu

Eng­ar eign­ir fund­ust í búi Moxom ehf., sem áð­ur hét NF Hold­ing og keypti Norð­ur­flug með 120 millj­óna selj­endaláni ár­ið 2012.

170 milljóna gjaldþrot eftir Norðurflugsfléttu
Norðurflug Félagið var keypt með seljendaláni og svo selt aftur.

Skiptum í þrotabúi félagsins Moxom ehf. er lokið án þess að neitt hafi fengist upp í lýstar kröfur sem voru um 170 milljónir króna. Tilkynnt var um þetta í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi. Áður hét félagið NF Holding ehf., var í eigu Ágústs Magnússonar og tengdist þyrlufyrirtækinu Norðurflugi. 

Norðurflug var í eigu fjárfestingarfélagsins Sunds fyrir hrun en á meðal eigenda þess voru Páll Þór Magnússon, Páll Kristjánsson og Birgir Ómar Haralds­son. 

Stundin greindi frá því árið 2016 að fjórir fyrrverandi stjórnendur og eigendur Sunds, þau Páll Þór, Jón Kristjánsson, Gabríela Kristjánsdóttir og Þórunn Jónsdóttir, væru prókúruhafar í þremur skattaskjólsfélögum á Seychelles-eyjum samkvæmt upplýsingum úr Panamaskjölunum. Fram kom að þau hefðu skilið eftir sig skuldaslóð á Íslandi en notað félögin í skattaskjólinu til að halda utan um eignir hérlendis. Þá var haft eftir skiptastjóra að torvelt hefði reynst að innheimta kröfur sem fyrri eigendur Sunds voru dæmdir til að greiða þrotabúinu. 

Áður en Sund varð gjaldþrota árið 2012 seldu stjórnendur þess Norðurflug út úr fyrirtækinu til NF Holding (síðar Moxom ehf.) – félags Ágústs Magnússonar, viðskiptafélaga Sundaranna – með 120 milljóna seljendaláni sem aldrei var greitt. 

Áður en NF Holding fór svo í þrot var Norðurflug selt aftur til fyrri eigenda Sunds. NF Holding reyndist eignalaust og fékkst ekkert upp í kröfurnar sem lýstar voru í þrotabú þess.

Í lok árs 2014 voru fyrrverandi eigendur og stjórnendur Sunds og aðilar tengdir þeim dæmdir til að endurgreiða þrotabúi félagsins tæplega 500 milljónir króna. Páli Þór Magnússyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sunds, var gert að greiða búinu 120 milljónir, en Fréttablaðið greindi frá því að fimm dögum eftir að dómurinn féll hefði Páll selt helming í húsi sínu í Garðabæ til eiginkonu sinnar og þrotabúinu ekki tekist að innheimta skuldina. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár