170 milljóna gjaldþrot eftir Norðurflugsfléttu

Eng­ar eign­ir fund­ust í búi Moxom ehf., sem áð­ur hét NF Hold­ing og keypti Norð­ur­flug með 120 millj­óna selj­endaláni ár­ið 2012.

170 milljóna gjaldþrot eftir Norðurflugsfléttu
Norðurflug Félagið var keypt með seljendaláni og svo selt aftur.

Skiptum í þrotabúi félagsins Moxom ehf. er lokið án þess að neitt hafi fengist upp í lýstar kröfur sem voru um 170 milljónir króna. Tilkynnt var um þetta í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi. Áður hét félagið NF Holding ehf., var í eigu Ágústs Magnússonar og tengdist þyrlufyrirtækinu Norðurflugi. 

Norðurflug var í eigu fjárfestingarfélagsins Sunds fyrir hrun en á meðal eigenda þess voru Páll Þór Magnússon, Páll Kristjánsson og Birgir Ómar Haralds­son. 

Stundin greindi frá því árið 2016 að fjórir fyrrverandi stjórnendur og eigendur Sunds, þau Páll Þór, Jón Kristjánsson, Gabríela Kristjánsdóttir og Þórunn Jónsdóttir, væru prókúruhafar í þremur skattaskjólsfélögum á Seychelles-eyjum samkvæmt upplýsingum úr Panamaskjölunum. Fram kom að þau hefðu skilið eftir sig skuldaslóð á Íslandi en notað félögin í skattaskjólinu til að halda utan um eignir hérlendis. Þá var haft eftir skiptastjóra að torvelt hefði reynst að innheimta kröfur sem fyrri eigendur Sunds voru dæmdir til að greiða þrotabúinu. 

Áður en Sund varð gjaldþrota árið 2012 seldu stjórnendur þess Norðurflug út úr fyrirtækinu til NF Holding (síðar Moxom ehf.) – félags Ágústs Magnússonar, viðskiptafélaga Sundaranna – með 120 milljóna seljendaláni sem aldrei var greitt. 

Áður en NF Holding fór svo í þrot var Norðurflug selt aftur til fyrri eigenda Sunds. NF Holding reyndist eignalaust og fékkst ekkert upp í kröfurnar sem lýstar voru í þrotabú þess.

Í lok árs 2014 voru fyrrverandi eigendur og stjórnendur Sunds og aðilar tengdir þeim dæmdir til að endurgreiða þrotabúi félagsins tæplega 500 milljónir króna. Páli Þór Magnússyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sunds, var gert að greiða búinu 120 milljónir, en Fréttablaðið greindi frá því að fimm dögum eftir að dómurinn féll hefði Páll selt helming í húsi sínu í Garðabæ til eiginkonu sinnar og þrotabúinu ekki tekist að innheimta skuldina. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
4
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár