Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

170 milljóna gjaldþrot eftir Norðurflugsfléttu

Eng­ar eign­ir fund­ust í búi Moxom ehf., sem áð­ur hét NF Hold­ing og keypti Norð­ur­flug með 120 millj­óna selj­endaláni ár­ið 2012.

170 milljóna gjaldþrot eftir Norðurflugsfléttu
Norðurflug Félagið var keypt með seljendaláni og svo selt aftur.

Skiptum í þrotabúi félagsins Moxom ehf. er lokið án þess að neitt hafi fengist upp í lýstar kröfur sem voru um 170 milljónir króna. Tilkynnt var um þetta í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi. Áður hét félagið NF Holding ehf., var í eigu Ágústs Magnússonar og tengdist þyrlufyrirtækinu Norðurflugi. 

Norðurflug var í eigu fjárfestingarfélagsins Sunds fyrir hrun en á meðal eigenda þess voru Páll Þór Magnússon, Páll Kristjánsson og Birgir Ómar Haralds­son. 

Stundin greindi frá því árið 2016 að fjórir fyrrverandi stjórnendur og eigendur Sunds, þau Páll Þór, Jón Kristjánsson, Gabríela Kristjánsdóttir og Þórunn Jónsdóttir, væru prókúruhafar í þremur skattaskjólsfélögum á Seychelles-eyjum samkvæmt upplýsingum úr Panamaskjölunum. Fram kom að þau hefðu skilið eftir sig skuldaslóð á Íslandi en notað félögin í skattaskjólinu til að halda utan um eignir hérlendis. Þá var haft eftir skiptastjóra að torvelt hefði reynst að innheimta kröfur sem fyrri eigendur Sunds voru dæmdir til að greiða þrotabúinu. 

Áður en Sund varð gjaldþrota árið 2012 seldu stjórnendur þess Norðurflug út úr fyrirtækinu til NF Holding (síðar Moxom ehf.) – félags Ágústs Magnússonar, viðskiptafélaga Sundaranna – með 120 milljóna seljendaláni sem aldrei var greitt. 

Áður en NF Holding fór svo í þrot var Norðurflug selt aftur til fyrri eigenda Sunds. NF Holding reyndist eignalaust og fékkst ekkert upp í kröfurnar sem lýstar voru í þrotabú þess.

Í lok árs 2014 voru fyrrverandi eigendur og stjórnendur Sunds og aðilar tengdir þeim dæmdir til að endurgreiða þrotabúi félagsins tæplega 500 milljónir króna. Páli Þór Magnússyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sunds, var gert að greiða búinu 120 milljónir, en Fréttablaðið greindi frá því að fimm dögum eftir að dómurinn féll hefði Páll selt helming í húsi sínu í Garðabæ til eiginkonu sinnar og þrotabúinu ekki tekist að innheimta skuldina. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár