Háskóli Íslands fékk greiddar sex milljónir króna frá Hval hf. vegna rannsókna á nýtingu hvalbeina veturinn 2017 til 2018. Sumarið 2018 leitaði atvinnuvegaráðuneytið til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og æskti þess að stofnunin ynni skýrslu þar sem lagt yrði mat á þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Umhverfisverndarsamtökin Jarðarvinir átelja það sem þau vilja meina að séu augljós hagsmunatengsl af þessum sökum. Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur samtakanna, telur að það sé vert fyrir háskólastofnanir að velta því fyrir sér við hvaða aðstæður þær geti lent í hagsmunaárekstrum í tilfellum sem þessum.
Hagfræðistofnun skilaði skýrslu sinni um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða í upphafi þessa árs og olli sú skýrsla miklu fjaðrafoki. Ein helsta niðurstaða skýrslunnar var að hvalveiðar væru þjóðhagslega hagkvæmar. Hefur sú niðurstaða verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af Náttúrufræðistofnun Íslands. Náttúrufræðistofnun benti meðal annars á að ef fækka ætti í stofni langreyða um 40 prósent, eins og lagt væri til í skýrslunni, þýddi það að drepa þyrfti allt að 16.000 dýr sem myndi setja stofninn á
Athugasemdir