Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Akstur í kosningabaráttu er endurgreiddur sem hluti af störfum þingmanns

Ekki er gerð­ur grein­ar­mun­ur á akstri þing­manns vegna kosn­inga­bar­áttu og ann­ars akst­urs þeg­ar kem­ur að end­ur­greiðsl­um akst­urs­kostn­að­ar, sam­kvæmt svari Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­seta Al­þing­is. End­ur­greidd­ur kostn­að­ur virð­ist hærri í kring­um kosn­ing­ar. Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, seg­ir að svar for­seta sé „steypa“.

Akstur í kosningabaráttu er endurgreiddur sem hluti af störfum þingmanns

Endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar þingmanna voru hærri á þeim tímabilum sem kosningabarátta stóð yfir árin 2013, 2016 og 2017. Ferðir „vegna kosninga“ geta talist „í tengslum við störf“ alþingismanna.

Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Fram kemur að frá janúar til júní 2013 hafi endurgreiðslur verið 11 milljónum krónum hærri en seinni hluta sama árs. Kosningar fóru fram í apríl það ár.

Þá sést að seinni hluta árs bæði 2016 og 2017 voru endurgreiðslur hærri en á fyrri hlutanum. Bæði árin fóru þingkosningar fram í lok október.

„Almennt verður að líta svo á að ferðir „vegna kosninga“ geti verið „í tengslum við störf“ alþingismanna,“ segir í svari forseta Alþingis. „Tilefni slíkra fundarferða, oftast í aðdraganda kosninga, getur verið mjög mismunandi, t.d. að hitta kjósendur að eigin frumkvæði eða að ósk einstaklinga eða hagsmunaaðila til að fara yfir þau störf sem þingmaður hefur unnið á kjörtímabilinu og hvað standi honum næst á komandi þingi. Litið hefur verið svo á að í slíkum tilvikum sé þingmaður að sinna starfi sínu gagnvart kjósendum sínum.“

Þá segir að ekki sé hægt að álykta að allar ferðir þingmanns í aðdraganda kosninga séu vegna kosninga. Ekki sækist allir þingmenn eftir endurkjöri þó svo að þeir eigi fundi með kjósendum sínum í kjördæmum undir lok kjörtímabils.

„Forseti hefur eigi að síður íhugað, og það alllengi, hvort gera þurfi breytingar á reglum um ferðakostnað sem tækju til þingmanna sem leita endurkjörs í þeim tilgangi að girða fyrir mögulegan aðstöðumun á milli þeirra og frambjóðenda sem ekki sitja á þingi á tilteknu tímabili í aðdraganda kosninga,“ segir í svarinu. „Forseti hefur rætt það mál við varaforseta, formenn þingflokka og fleiri og hyggst taka málið upp í forsætisnefnd á þessu kjörtímabili. Ljóst er þó að setning reglna um ferðir þingmanna í aðdraganda kosninga getur verið vandasöm.“

Í færslu á Facebook segir Björn Leví að svar forseta sé „steypa“. Hann gagnrýnir framsetningu gagna í svarinu og þá niðurstöðu forseta að það „geti verið“ að ferðir þingmanna tengist störfum þeirra í þinginu en ekki kosningabaráttu.

„Já, “geti verið“,“ skrifar Björn Leví. „Það þýðir ekki að þær séu það. Það er á ábyrgð forseta að sjá til þess að nægum gögnum sé skilað til þess að hægt sé að sýna fram á að fundargerð sé endurgreiðanleg. Þetta svar er steypa. Forseti þarf að svara þessu aftur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár