Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fékk styrk fyrir hátíð sem fór ekki fram

Reykja­vík Fashi­on Festi­val fékk styrk frá Reykja­vík­ur upp á eina millj­ón króna, en há­tíð­in fór ekki fram. Til stóð að styrk­ur­inn mundi hækka í ár. Kolfinna Von Arn­ar­dótt­ir seg­ir há­tíð­ir tveggja ára verða sam­ein­að­ar.

Fékk styrk fyrir hátíð sem fór ekki fram

Reykjavík Fashion Festival fékk úthlutaðan styrk frá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar í fyrra. Styrkurinn hljóðaði upp á eina milljón króna, en hátíðin fór aldrei fram. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Faghópur hafði lagt til að hátíðin fengi eina og hálfa milljón króna í ár áður en í ljós kom að síðasta hátíð félli niður. Úthlutun hefur því verið frestað á meðan málið er skoðað. Pawel Bartoszek, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs, segir að borgin geti krafist endurgreiðslu og málið geti haft áhrif á styrkveitingar í framtíðinni.

„Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð gerir fyrirvara við samþykkt úthlutunar til Reykjavík Fash­ion Festival með hliðsjón af því að hátíðin fékk styrk í fyrra en fór ekki fram,“ segir í bókun allra fulltrúa ráðsins frá því í fyrradag. „Úthlutun verkefnisins er frestað meðan aflað er frekari gagna.“

Eigandi Reykjavík Fashion Festival er Kolfinna Von Arnardóttir. Nýlega óskaði knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson eftir persónulegu gjaldþroti hennar vegna deilna þeirra um viðskipti með fatamerkið JÖR. Þá voru eignir eiginmanns hennar, Björn Inga Hrafnssonar, kyrrsettar vegna gruns skattrannsóknarstjóra um meiriháttar skattalagabrot.

Í færslu á Facebook í morgun segir Kolfinna að hátíðinni hafi verið frestað fram á vor og drögum að dagskrá verði deilt opinberlega fljótlega. „Ég sé að Fréttablaðið fjallar um Reykjavik Fashion Festival í dag,“ skrifar hún. „Ekki var óskað eftir viðbrögðum hátíðarhaldara áður en fréttin var birt. Blaðamaður hefði mátt kynna sér að þegar hefur verið tilkynnt til Reykjavíkurborgar, að næsta RFF frestast fram á vor og af þeim sökum var óskað eftir því að sameina styrkumsóknir fyrir 2018 og 2019, sem er alvanalegt enda hátíðin gífurlega mikilvægur vettvangur fyrir íslenska fatahönnuði. Það er ekki auðvelt að halda viðburði sem þennan á Íslandi og styrkir skipta þar miklu máli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár