Einkarekna lækningafyrirtækið, Læknisfræðileg myndgreining, sem er fjármagnað af íslenska ríkinu að um tveimur þriðju hlutum var selt til nýs hluthafa fyrir 850 milljónir króna í lok árs 2017. Læknisfræðileg myndgreining er rekstrarfélag röntgenlæknastofu sem er staðsett í Domus Medica í miðbæ Reykjavíkur og sem einnig er með starfsstöðvar á Bíldshöfða og í Þönglabakka. Um 40 manns vinna hjá fyrirtækinu sem er langstærsta einkarekna myndgreiningarfyrirtæki landsins á sviði læknisfræði.
Fyrirtækið hefur síðastliðin ár greitt yfir 100 milljóna króna arð út til hluthafa sinna á ári en tekjurnar hafa numið röskum milljarði króna. Árið 2015 fékk félagið til dæmis 683 milljónir í tekjur á grundvelli þjónustusamnings við íslenska ríkið og almennt séð nema tekjurnar frá ríkinu á milli 65 og 70 prósentum af heildartekjum fyrirtækisins. Hluthafarnir hafa því fengið um það bil 10 prósent teknanna greidd út sem arð. Árið 2015 var arðurinn 98 milljónir, 2016 nam arðgreiðslan 124 milljónum króna og …
Athugasemdir