Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa

Bæði heil­brigð­is­ráð­herra og for­stjóri Sjúkra­trygg­inga eru mót­falln­ar arð­greiðsl­um úr einka­rekn­um lækn­inga­fyr­ir­tækj­um. Eig­end­ur Lækn­is­fræði­legr­ar mynd­grein­ing­ar þurfa að taka minnst 100 millj­ón­ir á ári út úr rekstr­in­um til að geta stað­ið í skil­um eft­ir að hafa keypt fyr­ir­tæk­ið á 850 millj­ón­ir króna. Sex lækn­ar hafa feng­ið 180 millj­ón­ir króna á mann í arð og sölu­hagn­að.

Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa
Dýr tækjabúnaður Tækjabúnaður fyrirtækja eins og Læknisfræðilegrar myndgreiningar er dýr, meðal annars segulómtæki eins og hér sést. Verðmæti tækja félagsins er tæplega 360 milljónir króna. Mynd: Sara Jóhannesóttir

Einkarekna lækningafyrirtækið, Læknisfræðileg myndgreining, sem er fjármagnað af íslenska ríkinu að um tveimur þriðju hlutum var selt til nýs hluthafa fyrir 850  milljónir króna í lok árs 2017. Læknisfræðileg myndgreining er rekstrarfélag röntgenlæknastofu sem er staðsett í Domus Medica í miðbæ Reykjavíkur og sem einnig er með starfsstöðvar á Bíldshöfða og í Þönglabakka. Um 40 manns vinna hjá fyrirtækinu sem er langstærsta einkarekna myndgreiningarfyrirtæki landsins á sviði læknisfræði. 

Fyrirtækið hefur síðastliðin ár greitt yfir 100 milljóna króna arð út til hluthafa sinna á ári en tekjurnar hafa numið röskum milljarði króna. Árið 2015 fékk félagið til dæmis 683 milljónir í tekjur á grundvelli þjónustusamnings við íslenska ríkið og almennt séð nema tekjurnar frá ríkinu á milli 65 og 70 prósentum af heildartekjum fyrirtækisins. Hluthafarnir hafa því fengið um það bil 10 prósent teknanna greidd út sem arð. Árið 2015 var arðurinn 98 milljónir, 2016 nam arðgreiðslan 124 milljónum króna og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Arðgreiðslur

Ráðherra mótfallin arðgreiðslum úr heilbrigðisfyrirtækjum en hyggst ekki beita sér gegn þeim
FréttirArðgreiðslur

Ráð­herra mót­fall­in arð­greiðsl­um úr heil­brigð­is­fyr­ir­tækj­um en hyggst ekki beita sér gegn þeim

Nýr for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Ís­lands hef­ur störf með lát­um og lýs­ir yf­ir and­stöðu við arð­greiðsl­ur úr einka­rekn­um heil­brigð­is­fyr­ir­tækj­um. Heil­brigð­is­ráð­herra, Svandís Svavars­dótt­ir, er sam­mála því mati en hyggst ekki beita sér í mál­inu og bend­ir á að það sé ekki á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar.
Þetta er fólkið sem fær hluta af milljarðaarðinum frá Sjóvá og VÍS
FréttirArðgreiðslur

Þetta er fólk­ið sem fær hluta af millj­arðaarð­in­um frá Sjóvá og VÍS

Stærstu hlut­haf­ar Sjóvár og VÍS eru líf­eyr­is­sjóð­ir, bank­ar og fjár­fest­inga­sjóð­ir en einnig ein­stak­ling­ar og eign­ar­halds­fé­lög. Fyr­ir­tæk­in tvö greiða út sam­tals átta millj­arða króna arð. Síld­ar­vinnsl­an, for­stjóri B&L, Árni Hauks­son og Frið­rik Hall­björn Karls­son, Stein­unn Jóns­dótt­ir og óþekkt fé­lag eru með­al þeirra sem fá arð­inn.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár