Bæjarráð Akureyrar lagði á fundi sínum í gær til að heiti sveitarfélagsins verði breytt úr Akureyrarkaupstaður í Akureyrarbær.
Tillagan var lögð fram af sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, en málið var áður á dagskrá bæjarráðs 1. nóvember síðastliðinn. Eftir umræðu á þeim fundi sagði Halla Margrét Tryggvadóttir, sviðsstjóri stórnsýslusviðs, í samtali við blaðið Vikudag að nafnið Akureyrarkaupstaður væri lítið notað. Helst væri það hjá ráðuneytum og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
„Ég tel að margir bæjarbúar átti sig ekki á því að bærinn heiti í raun Akureyrarkaupstaður en ekki Akureyrarbær,“ sagði Halla. Á þeim tímapunkti hafði ekki verið tekin ákvörðun um þá tillögu að sveitarfélagið skyldi heita Akureyrarbær.
Bæjarráð vísaði í gær málinu til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt faldi bæjarráð sviðsstjóra að óska umsagnar örnefnanefndar um breytingatillöguna.
Nokkur umræða spratt upp um nöfn sveitarfélaga í mars 2018 eftir fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, á Alþingi. Spurði hann meðal annars um nafn sameinaðs …
Athugasemdir