Mikil hætta er vegna umferðar ökutækja við Sæmundargötu hjá Háskóla Íslands að sögn konu sem varð næstum fyrir bíl ásamt ungu barni sínu á mánudag. Ábendingar Stúdentaráðs um bætt öryggi gangandi vegfarenda við götuna eru ekki komnar til framkvæmda hjá Reykjavíkurborg.
Glódís Guðgeirsdóttir, jarðfræðinemi og fimleikakona, var á gangi með eins árs son sinn í barnavagni á gangstétt við Sæmundargötu á mánudagsmorgun. Ökumaður bíls keyrði niður bogalaga götuna frá aðalbyggingu skólans og náði eingöngu að stoppa örfáum sentimetrum frá mæðginunum.
Athugasemdir