Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Listapúkinn lætur sólina skína

Þór­ir Gunn­ars­son, bet­ur þekkt­ur sem Lista­púk­inn, byrj­ar alla morgna á því að mála mynd. Hann hverf­ur inn í verk­ið og dreg­ur fram kjarna þeirra sem hann mál­ar hverju sinni. Hann skil­ur iðu­lega eft­ir skín­andi sól á himni mynda sinna, eins kon­ar tákn fyr­ir þá birtu og þann yl sem staf­ar frá hon­um sjálf­um.

Við erum stödd í lítilli blokkaríbúð á jarðhæð í Mosfellsbæ árla morguns. Tónlist Ellýar Vilhjálmsdóttur, túlkaðri af Katrínu Halldóru Sigurðardóttur, leik- og söngkonu, ómar um rýmið í bland við pensilstrokur listamannsins Þóris Gunnarssonar, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Listapúkinn. Hann situr við stofuborðið umkringdur málningu, penslum og litum, algjörlega niðursokkinn í málverk dagsins – mynd af bróður hans og eiginkonu, þeim Þormari Vigni Gunnarssyni og Helenu Benjamínsdóttur, sem giftu sig á dögunum. „Fólk verður að sjá Listapúkann að verki,“ segir Þórir og skellir upp úr eins og honum einum er lagið.

Myndataka og klipping: Davíð Þór

Listapúkinn er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir sín næfísku verk þar sem menn og dýr eru á meðal helstu mótífa. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Álafosskvos undir nafni Listapúkans árið 2012 og var með stærðarinnar yfirlitssýningu af vatnslitamyndum sínum á vinnustofunni Hvirfli í Mosfellsdal í tilefni af fjörutíu ára afmæli sínu í fyrra. Listamaðurinn hefur haft í nógu að snúast undanfarið enda hefur færst í vöxt að fólk panti myndir hjá honum yfir jólavertíðina. Á tímabili voru pantanirnar svo margar að hann átti hreinlega erfitt með að anna eftirspurn en það hafðist þó allt saman á endanum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Listir

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár