Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmaður keypti íbúð á undirverði

Helgi Hjörv­ar, þá­ver­andi al­þing­is­mað­ur, keypti íbúð við Bergstaða­stræti á 10 millj­ón­ir króna um mitt ár 2015, um þriðj­ung af mark­aðsvirði. Hann veð­setti íbúð­ina fyr­ir nær tvö­falt kaup­verð henn­ar. Rek­ur íbúð­ina nú sem leigu­íbúð í gegn­um Airbnb.

Þingmaður keypti íbúð á undirverði
Hagnaðist um milljónir Helgi Hjörvar hagnaðist um milljónir króna þegar hann keypti íbúð á Bergstaðastræti langt undir markaðsverði árið 2015, meðan hann er enn á þingi. Mynd: Pressphotos/Geirix

Helgi Hjörvar, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, keypti rúmlega 50 fermetra íbúð við Bergstaðastræti í Reykjavík á 10 milljónir króna um mitt ár 2015. Á sama tíma seldust sambærilegar íbúðir á svæðinu á um 25 til 27,5 milljónir króna samkvæmt fasteignasala sem Stundin ræddi við.

Samkvæmt fasteignamati er íbúðin í dag skráð 26,65 milljóna króna virði, en markaðsvirði er að jafnaði hærra. Kaupverð íbúðarinnar var því langt undir markaðsverði. 

Helgi seldi íbúðina svo inn í eignarhaldsfélag sem hann á með eiginkonu sinni, Þórhildi Elínardóttur, í árslok í fyrra eftir að hafa veðsett hana fyrir tæplega 20 milljóna króna lánum hjá Landsbankanum. Seljandi íbúðarinnar var kona að nafni Sigurrós Engilbertsdóttir.

Aðstandendur vildu að konan skoðaði rétt sinn

Eftir viðskiptin með íbúðina átti Helgi samtals fjórar fasteignir af fimm í húsinu sem um ræðir við Bergstaðastræti. Þrjár af íbúðunum er nú notaðar sem útleiguíbúðir á Airbnb-heimasíðunni samkvæmt heimildum Stundarinnar. Fjórða íbúðin er í langtímaleigu. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár