Helgi Hjörvar, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, keypti rúmlega 50 fermetra íbúð við Bergstaðastræti í Reykjavík á 10 milljónir króna um mitt ár 2015. Á sama tíma seldust sambærilegar íbúðir á svæðinu á um 25 til 27,5 milljónir króna samkvæmt fasteignasala sem Stundin ræddi við.
Samkvæmt fasteignamati er íbúðin í dag skráð 26,65 milljóna króna virði, en markaðsvirði er að jafnaði hærra. Kaupverð íbúðarinnar var því langt undir markaðsverði.
Helgi seldi íbúðina svo inn í eignarhaldsfélag sem hann á með eiginkonu sinni, Þórhildi Elínardóttur, í árslok í fyrra eftir að hafa veðsett hana fyrir tæplega 20 milljóna króna lánum hjá Landsbankanum. Seljandi íbúðarinnar var kona að nafni Sigurrós Engilbertsdóttir.
Aðstandendur vildu að konan skoðaði rétt sinn
Eftir viðskiptin með íbúðina átti Helgi samtals fjórar fasteignir af fimm í húsinu sem um ræðir við Bergstaðastræti. Þrjár af íbúðunum er nú notaðar sem útleiguíbúðir á Airbnb-heimasíðunni samkvæmt heimildum Stundarinnar. Fjórða íbúðin er í langtímaleigu. …
Athugasemdir