Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmaður keypti íbúð á undirverði

Helgi Hjörv­ar, þá­ver­andi al­þing­is­mað­ur, keypti íbúð við Bergstaða­stræti á 10 millj­ón­ir króna um mitt ár 2015, um þriðj­ung af mark­aðsvirði. Hann veð­setti íbúð­ina fyr­ir nær tvö­falt kaup­verð henn­ar. Rek­ur íbúð­ina nú sem leigu­íbúð í gegn­um Airbnb.

Þingmaður keypti íbúð á undirverði
Hagnaðist um milljónir Helgi Hjörvar hagnaðist um milljónir króna þegar hann keypti íbúð á Bergstaðastræti langt undir markaðsverði árið 2015, meðan hann er enn á þingi. Mynd: Pressphotos/Geirix

Helgi Hjörvar, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, keypti rúmlega 50 fermetra íbúð við Bergstaðastræti í Reykjavík á 10 milljónir króna um mitt ár 2015. Á sama tíma seldust sambærilegar íbúðir á svæðinu á um 25 til 27,5 milljónir króna samkvæmt fasteignasala sem Stundin ræddi við.

Samkvæmt fasteignamati er íbúðin í dag skráð 26,65 milljóna króna virði, en markaðsvirði er að jafnaði hærra. Kaupverð íbúðarinnar var því langt undir markaðsverði. 

Helgi seldi íbúðina svo inn í eignarhaldsfélag sem hann á með eiginkonu sinni, Þórhildi Elínardóttur, í árslok í fyrra eftir að hafa veðsett hana fyrir tæplega 20 milljóna króna lánum hjá Landsbankanum. Seljandi íbúðarinnar var kona að nafni Sigurrós Engilbertsdóttir.

Aðstandendur vildu að konan skoðaði rétt sinn

Eftir viðskiptin með íbúðina átti Helgi samtals fjórar fasteignir af fimm í húsinu sem um ræðir við Bergstaðastræti. Þrjár af íbúðunum er nú notaðar sem útleiguíbúðir á Airbnb-heimasíðunni samkvæmt heimildum Stundarinnar. Fjórða íbúðin er í langtímaleigu. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár