Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmaður keypti íbúð á undirverði

Helgi Hjörv­ar, þá­ver­andi al­þing­is­mað­ur, keypti íbúð við Bergstaða­stræti á 10 millj­ón­ir króna um mitt ár 2015, um þriðj­ung af mark­aðsvirði. Hann veð­setti íbúð­ina fyr­ir nær tvö­falt kaup­verð henn­ar. Rek­ur íbúð­ina nú sem leigu­íbúð í gegn­um Airbnb.

Þingmaður keypti íbúð á undirverði
Hagnaðist um milljónir Helgi Hjörvar hagnaðist um milljónir króna þegar hann keypti íbúð á Bergstaðastræti langt undir markaðsverði árið 2015, meðan hann er enn á þingi. Mynd: Pressphotos/Geirix

Helgi Hjörvar, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, keypti rúmlega 50 fermetra íbúð við Bergstaðastræti í Reykjavík á 10 milljónir króna um mitt ár 2015. Á sama tíma seldust sambærilegar íbúðir á svæðinu á um 25 til 27,5 milljónir króna samkvæmt fasteignasala sem Stundin ræddi við.

Samkvæmt fasteignamati er íbúðin í dag skráð 26,65 milljóna króna virði, en markaðsvirði er að jafnaði hærra. Kaupverð íbúðarinnar var því langt undir markaðsverði. 

Helgi seldi íbúðina svo inn í eignarhaldsfélag sem hann á með eiginkonu sinni, Þórhildi Elínardóttur, í árslok í fyrra eftir að hafa veðsett hana fyrir tæplega 20 milljóna króna lánum hjá Landsbankanum. Seljandi íbúðarinnar var kona að nafni Sigurrós Engilbertsdóttir.

Aðstandendur vildu að konan skoðaði rétt sinn

Eftir viðskiptin með íbúðina átti Helgi samtals fjórar fasteignir af fimm í húsinu sem um ræðir við Bergstaðastræti. Þrjár af íbúðunum er nú notaðar sem útleiguíbúðir á Airbnb-heimasíðunni samkvæmt heimildum Stundarinnar. Fjórða íbúðin er í langtímaleigu. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár