Þingmaður keypti íbúð á undirverði

Helgi Hjörv­ar, þá­ver­andi al­þing­is­mað­ur, keypti íbúð við Bergstaða­stræti á 10 millj­ón­ir króna um mitt ár 2015, um þriðj­ung af mark­aðsvirði. Hann veð­setti íbúð­ina fyr­ir nær tvö­falt kaup­verð henn­ar. Rek­ur íbúð­ina nú sem leigu­íbúð í gegn­um Airbnb.

Þingmaður keypti íbúð á undirverði
Hagnaðist um milljónir Helgi Hjörvar hagnaðist um milljónir króna þegar hann keypti íbúð á Bergstaðastræti langt undir markaðsverði árið 2015, meðan hann er enn á þingi. Mynd: Pressphotos/Geirix

Helgi Hjörvar, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, keypti rúmlega 50 fermetra íbúð við Bergstaðastræti í Reykjavík á 10 milljónir króna um mitt ár 2015. Á sama tíma seldust sambærilegar íbúðir á svæðinu á um 25 til 27,5 milljónir króna samkvæmt fasteignasala sem Stundin ræddi við.

Samkvæmt fasteignamati er íbúðin í dag skráð 26,65 milljóna króna virði, en markaðsvirði er að jafnaði hærra. Kaupverð íbúðarinnar var því langt undir markaðsverði. 

Helgi seldi íbúðina svo inn í eignarhaldsfélag sem hann á með eiginkonu sinni, Þórhildi Elínardóttur, í árslok í fyrra eftir að hafa veðsett hana fyrir tæplega 20 milljóna króna lánum hjá Landsbankanum. Seljandi íbúðarinnar var kona að nafni Sigurrós Engilbertsdóttir.

Aðstandendur vildu að konan skoðaði rétt sinn

Eftir viðskiptin með íbúðina átti Helgi samtals fjórar fasteignir af fimm í húsinu sem um ræðir við Bergstaðastræti. Þrjár af íbúðunum er nú notaðar sem útleiguíbúðir á Airbnb-heimasíðunni samkvæmt heimildum Stundarinnar. Fjórða íbúðin er í langtímaleigu. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár