Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ágúst Ólafur tjáir sig ekki frekar um ósæmilega hegðun sína

Tók sjálf­ur ákvörð­un um að greina frá því að hann hefði feng­ið áminn­ingu frá trún­að­ar­nefnd Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hvorki formað­ur né vara­formað­ur af­drátt­ar­laus um hvort hann eigi aft­ur­kvæmt á þing.

Ágúst Ólafur tjáir sig ekki frekar um ósæmilega hegðun sína
Tjáir sig ekki Ágúst Ólafur ætlar ekki að tjá sig frekar um ósæmilega hegðun sína gagnvart konu sem leiddi til þess að hann var áminntur af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Mynd: Pressphotos

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hyggst ekki tjá sig frekar um ósæmilega hegðun sína gagnvart konu sem olli því að trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar áminnti hann. Það hefur hann staðfest við Stundina. Ágúst kaus sjálfur að víkja af þingi í tvo mánuði til að vinna í sínum málum, en trúnaðarnefndin fór ekki fram á að hann viki.

Ágúst Ólafur greindi frá því á Facebook síðu sinni að kvöldi síðastliðins föstudags að hann hefði vikuna áður hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar vegna óviðurkvæmilegrar framkomu við konu í byrjun síðasta sumars. Hann hefði hitt umrædda konu, sem hann kannaðist lítillega við, að kvöldi, þau tekið tal saman og í kjölfar þess farið saman á vinnustað hennar.

„Þegar þangað var komið héldum við samræðunum áfram. Því miður hafði ég misskilið illilega á hvaða forsendum við vorum stödd þar og nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast. Svar hennar var nei og hún gaf mér skýrt til kynna að það væri ekki í boði með því að banda mér frá sér. Tekið skal fram að það var algerlega mín ranga ályktun að slíkt væri í boði.

Ég brást við þessari skýru höfnun hennar með því að láta mjög særandi orð falla um hana. Ég er ekki stoltur af þeim orðum eða framkomu minni og vegferð almennt þetta kvöld. Ég varð mér einfaldlega til háborinnar skammar. Hún bað mig því næst að fara, sem ég og gerði.“

„Ég varð mér einfaldlega til háborinnar skammar“

Ágúst Ólafar segir konuna síðar hafa haft samband við sig og rætt upplifun sína af umræddu kvöldi. Sagði hún samkvæmt Ágústi að orð hans og æði hefðu sært hana og valdið henni vanlíðan. Ágúst bað konuna afsökunar og hitti hana síðar á fundi þar sem hún útskýrði fyrir honum hvaða áhrif framkoma hans hefði haft á sig.

Greinir ekki frá í hverju fagleg aðstoð á að felast

Þá ákvað konan að tilkynna til Samfylkingarinnar hegðun Ágústs Ólafs og var sú hegðun tekin fyrir af trúnaðarnefnd flokksins. Trúnaðarnefnd flokksins ákvað að veita Ágústi Ólafi áminningu vegna framkomu hans. Ekki er um frekari viðurlög að ræða af hálfu flokksins, þannig var það ákvörðun Ágústs Ólafs sjálfs að greina opinberlega frá áminningunni og að taka sér leyfi frá þingstörfum. Þá ákvað hann einnig að leita sér faglegrar aðstoðar vegna framkomu sinnar. Ágúst hefur ekki svarað í hverju sú aðstoð mun felast.

Hvorki formaður né varaformaður Samfylkingarinnar hafa viljað gefa afdráttarlaust út hvort þau sjái fyrir sér að Ágúst Ólafur eigi afturkvæmt á Alþingi að loknu tveggja mánaða leyfi sínu. Logi Einarsson sagði í samtali við Ríkisútvarpið að hann teldi mál Ágústs Ólafs grafalvarlegt og að hann þyrfti að axla ábyrgð vegna þess. Það fari eftir ýmsu hvort hann eigi afturkvæmt á þing, meðal annars hvernig honum gangi að leita sér aðstoðar. Varaformaðurinn Heiða Björg Hilmisdóttir sagði það eiga eftir að koma í ljós hvort Ágúst Ólafur gæti sest aftur á þing, það færi eftir því hvernig hann ynni úr málinu og hvort hann nýtti sér tæki færi til að læra af því. Þá væri forsenda fyrir því að hann og konan næðu sátt.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu