Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ágúst Ólafur tjáir sig ekki frekar um ósæmilega hegðun sína

Tók sjálf­ur ákvörð­un um að greina frá því að hann hefði feng­ið áminn­ingu frá trún­að­ar­nefnd Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hvorki formað­ur né vara­formað­ur af­drátt­ar­laus um hvort hann eigi aft­ur­kvæmt á þing.

Ágúst Ólafur tjáir sig ekki frekar um ósæmilega hegðun sína
Tjáir sig ekki Ágúst Ólafur ætlar ekki að tjá sig frekar um ósæmilega hegðun sína gagnvart konu sem leiddi til þess að hann var áminntur af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Mynd: Pressphotos

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hyggst ekki tjá sig frekar um ósæmilega hegðun sína gagnvart konu sem olli því að trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar áminnti hann. Það hefur hann staðfest við Stundina. Ágúst kaus sjálfur að víkja af þingi í tvo mánuði til að vinna í sínum málum, en trúnaðarnefndin fór ekki fram á að hann viki.

Ágúst Ólafur greindi frá því á Facebook síðu sinni að kvöldi síðastliðins föstudags að hann hefði vikuna áður hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar vegna óviðurkvæmilegrar framkomu við konu í byrjun síðasta sumars. Hann hefði hitt umrædda konu, sem hann kannaðist lítillega við, að kvöldi, þau tekið tal saman og í kjölfar þess farið saman á vinnustað hennar.

„Þegar þangað var komið héldum við samræðunum áfram. Því miður hafði ég misskilið illilega á hvaða forsendum við vorum stödd þar og nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast. Svar hennar var nei og hún gaf mér skýrt til kynna að það væri ekki í boði með því að banda mér frá sér. Tekið skal fram að það var algerlega mín ranga ályktun að slíkt væri í boði.

Ég brást við þessari skýru höfnun hennar með því að láta mjög særandi orð falla um hana. Ég er ekki stoltur af þeim orðum eða framkomu minni og vegferð almennt þetta kvöld. Ég varð mér einfaldlega til háborinnar skammar. Hún bað mig því næst að fara, sem ég og gerði.“

„Ég varð mér einfaldlega til háborinnar skammar“

Ágúst Ólafar segir konuna síðar hafa haft samband við sig og rætt upplifun sína af umræddu kvöldi. Sagði hún samkvæmt Ágústi að orð hans og æði hefðu sært hana og valdið henni vanlíðan. Ágúst bað konuna afsökunar og hitti hana síðar á fundi þar sem hún útskýrði fyrir honum hvaða áhrif framkoma hans hefði haft á sig.

Greinir ekki frá í hverju fagleg aðstoð á að felast

Þá ákvað konan að tilkynna til Samfylkingarinnar hegðun Ágústs Ólafs og var sú hegðun tekin fyrir af trúnaðarnefnd flokksins. Trúnaðarnefnd flokksins ákvað að veita Ágústi Ólafi áminningu vegna framkomu hans. Ekki er um frekari viðurlög að ræða af hálfu flokksins, þannig var það ákvörðun Ágústs Ólafs sjálfs að greina opinberlega frá áminningunni og að taka sér leyfi frá þingstörfum. Þá ákvað hann einnig að leita sér faglegrar aðstoðar vegna framkomu sinnar. Ágúst hefur ekki svarað í hverju sú aðstoð mun felast.

Hvorki formaður né varaformaður Samfylkingarinnar hafa viljað gefa afdráttarlaust út hvort þau sjái fyrir sér að Ágúst Ólafur eigi afturkvæmt á Alþingi að loknu tveggja mánaða leyfi sínu. Logi Einarsson sagði í samtali við Ríkisútvarpið að hann teldi mál Ágústs Ólafs grafalvarlegt og að hann þyrfti að axla ábyrgð vegna þess. Það fari eftir ýmsu hvort hann eigi afturkvæmt á þing, meðal annars hvernig honum gangi að leita sér aðstoðar. Varaformaðurinn Heiða Björg Hilmisdóttir sagði það eiga eftir að koma í ljós hvort Ágúst Ólafur gæti sest aftur á þing, það færi eftir því hvernig hann ynni úr málinu og hvort hann nýtti sér tæki færi til að læra af því. Þá væri forsenda fyrir því að hann og konan næðu sátt.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár