Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Öryrkjar enn og aftur látnir sitja á hakanum

„Það er ver­ið að svelta fólk þang­að til það tek­ur til­boði stjórn­valda,“ seg­ir formað­ur Ör­yrkja­banda­lags­ins. Hver rík­is­stjórn­in á fæt­ur ann­arri hef­ur frest­að því að fylgja eft­ir um­deild­um breyt­ing­um á kerf­inu og ör­yrkj­ar drag­ast aft­ur úr í lífs­kjör­um.

Í velferðarkafla sáttmála ríkisstjórnarinnar kemur skýrt fram að breytingar á bótakerfinu muni fara fram í samráði við forsvarsmenn örorkulífeyrisþega til að einfalda kerfið og efla lífeyrisþega til samfélagsþátttöku. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir að raunin sé að það sé verið að reyna að neyða öryrkja og bandalagið til að samþykkja nýtt kerfi með því að halda aftur kjarabótum þeirra.

Tveir starfshópar vinna að endurbótum á almannatryggingakerfinu, annar faghópur úr velferðarráðuneytinu, og svo samráðshópur skipaður af stjórnmálamönnum og fulltrúum hagsmunafélaga sem hafa aðild að málinu. Eitt af verkefnum þessa starfshópa er að vinna að innleiðingu á starfsgetumati í stað örorkumats, en það felur í sér að örorkulífeyrisþegar eru metnir út frá hæfni sinni en ekki skerðingu. Búist er við tillögum starfshópanna á fyrri hluta næsta árs.

Hugmyndir um upptöku á starfsgetumati komu fyrst fram árið 2007 í skýrslu svokallaðrar Bollanefndar. Málið var á lygnum sjó í næstu tveimur ríkisstjórnum þangað til Eygló Harðardóttir varð félags- og húsnæðismálaráðherra og skipaði Pétursnefnd til að leggja fram tillögur til lagabreytinga. Reynt var án árangurs að ýta málinu í gegn fyrir stjórnarslit 2016 þrátt fyrir að það hafi ekki tekist að fullþróa tillögurnar.

Takmörkuð atvinnutækifæri fatlaðs fólks

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar setti málið í stjórnarsáttmála sinn, en Þorsteinn Víglundsson, þáverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, sagði í viðtali við Stundina að frumvarp um upptöku starfsgetumats yrði að liggja fyrir í síðasta lagi haustið 2018. Ekki varð úr því sökum stjórnarslita, en núverandi ríkisstjórn hefur unnið að upptöku matsins í gegnum áðurnefnda starfshópa.

Á málþingi Öryrkjabandalagsins í september síðastliðnum kynnti áðurnefndi samráðshópur hugmyndir sínar, en mikill munur var á framsögum nefndarmanna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og talsmaður hans í hópnum, talaði um mikilvægi þess að nýja kerfið yrði einfaldara og skilvirkara og sagði að „lykillinn í því að gera kerfið mannsæmandi er að króna á móti krónu verði afnumið“, en þar vísaði hann í flókið kerfi um frítekjumörk öryrkja sem lækka bætur einstaklinga sem fá skattskyld laun eða bætur.

Lykilatriði að afnema krónu á móti krónuÁsmundur Friðriksson sagði á málþingi Öryrkjabandalagsins að það væri nauðsynlegt að afnema krónu á móti krónu skerðingu öryrkja til að gera kerfið mannsæmandi, en hefur ekki lagt fram frumvarp þess efnis.

„Um áramótin vil ég sjá stórt skref gerast,“ sagði Ásmundur. „Samhliða þess að við tökum starfsgetumatið þarf að vinna að aukinni atvinnuþátttöku þeirra sem eiga möguleika á því. [...] Þar verðum við að vinna saman og gefa atvinnulífinu tækifæri eða möguleika til að hafa vilja og áhuga á því að ráða þetta fólk í vinnu.“

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands og meðlimur í samráðshópnum, segir að þessari óskhyggju sem bandalagið deilir hafi ekki fylgt neinar aðgerðir stjórnvalda. „Fatlað fólk á ekki sömu möguleika á því að fá vinnu á almennum markaði og ófötluðu fólki,“ segir hún. „Jafnvel ef þú ert með rétta menntun og réttindi þá eru ekki til nein lög um viðeigandi aðlögun á vinnustað og atvinnulífið hefur ekki ennþá ávarpað eða horft á hvernig hægt væri að innleiða slíkt.“

Það getur kostað vinnustaði miklar fjárhæðir að bæta úr aðgengismálum sínum eða breyta vinnuferlum til að fólk sem fellur ekki í normið geti tekið þátt. „Við erum ekki búin að sjá hvernig atvinnulífið ætlar að bregðast við,“ segir Þuríður.

Brotið gegn stjórnarsáttmála

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar stendur að: „Fyrsta skref af hálfu stjórnvalda verður að skipuleggja framboð hlutastarfa hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu en á síðari stigum er mikilvægt að atvinnulífið taki virkan þátt í því verkefni.“ Þetta hljómar keimlíkt tillögum sem Ellen Calmon, þáverandi formaður Öryrkjabandalagsins, lagði til við Stundina þegar blaðið fjallaði um starfsgetumatið fyrir ári.

Brýtur stjórnarsáttmála ríkisstjórnar sinnarÁsmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, segir að ekki hafi enn hafist vinna við það sem stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar kallar „fyrsta skref“ stjórnvalda í að breyta núverandi bótakerfi.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, fékk fyrir stuttu fyrirspurn um hvernig miðaði að vinnu þessa fyrsta skrefs stjórnvalda, en svar hans var að hún væri ekki enn hafin. „Þegar niðurstöður um skipulag kerfisins liggja fyrir verður hafist handa við að skipuleggja hvernig framboð starfa hjá hinu opinbera, sem ætluð eru fólki með skerta starfsgetu, verður aukið“, svaraði hann skriflega.

Þuríður segir þetta til marks um öfuga forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og dæmi um hvernig kjarabótum öryrkja er haldið frá þeim þangað til þeir samþykkja nýtt kerfi. „Við erum tilneydd til að fylgja þessu þrátt fyrir að við höfum bent á að það sé hægt að gera ýmsa bragarbót á kerfinu án þess að kollvarpa öllu. Ef króna á móti krónu skerðing er tekin út þá myndi það eitt og sér skapa mikinn hvata fyrir þá sem geta unnið til að vinna.“

„Ef króna á móti krónu skerðing er tekin út þá myndi það eitt og sér skapa mikinn hvata fyrir þá sem geta unnið til að vinna.“

Þuríður nefnir þróun atvinnuleysisbóta í ár sem annað dæmi um hvernig öryrkjar hafa verið skildir eftir. Í ár hækkuðu þær bæturnar úr 227.417 krónum í 270.000 á mánuði á meðan að örorkulífeyrinn hækkaði aðeins um 4,7 prósent. „Mér finnst ekki slæmt að atvinnuleysisbætur fari upp í 270.000 krónur, mér finnst það, ef eitthvað, of lágt, en örorkulífeyrir hefur sögulega alltaf verið aðeins hærri en bæturnar, en hann helst strípaður í 204.352 krónum eftir skatt. Það eru margir sem þurfa að lifa á honum.“

Andi laganna ekki virtur

Sú hækkun sem verður á örorkulífeyrinum 2019 samkvæmt fjárlagafrumvarpi er mun lægri en lög um almannatryggingar gera ráð fyrir. Þau voru endurskoðuð 1997 og tekið fram í 69. grein að bætur skulu breytast árlega og: „taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“. Ef rýnt er í umsagnir um lagafrumvarpið kemur fram að þessi tenging við vísitölu neysluverðs er aðeins til staðar til að vernda lífeyrisþega gegn því ef neysluverð hækkar meira en almenn laun.

Laun hækka hlutfallslega meira en lífeyriEf skoðaðar eru árlegar prósentuhækkanir meðallauna og örorkulífeyris sést að lífeyrinn hefur aðeins hækkað hlutfallslega meira en meðallaun fimm sinnum síðustu 20 ár: 1998, 2002, 2009, 2012, og 2017. Ef örorkulífeyri myndi haldast við launaþróun væri hann að minnsta kosti 51,7% hærri.

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði í ræðu 9. desember 1997 að tenging lífeyris við „almenna launataxta hafi ekki alltaf skilað bótaþegum sanngjarnri niðurstöðu í ljósi þeirra launahækkana sem orðið hafa á almennum vinnumarkaði“. En ef launaþróun og þróun örorkulífeyris er borin saman síðustu 20 ár sést bersýnilega að kjaragliðnun upp á 51,7 prósent hefur átt sér stað. Af þessum 20 árum hafa laun hækkað hlutfallslega meira á milli ára en örorkulífeyrir 15 sinnum.

Því er ekki hægt að segja að andi laganna frá 1997 hafi fylgt útfærslu þeirra.

Starfsgetumat hefur leitt til dauðsfalla

Þuríður nefnir að þótt ýmislegt gott sé að sjá í tillögum starfshópsins, að þá búi margir einstaklingar við núverandi kerfi og séu í mjög viðkvæmri stöðu; ekki þarf að raska miklu í lífi þeirra til að skapa hættuástand fyrir það og afkomendur þeirra. Reynsla nágrannalanda okkar af upptöku starfsgetumats hefur líka verið mjög neikvæð og á tímum hættuleg.

Hefur ekki séð neinar alvöru kjarabæturÞuríður Harpa segir að ÖBÍ sé af öllum vilja gert til að vinna með stjórnvöldum en að samráð um kjarabætur sé aðeins til að nafni til og að bandalaginu hafi ekki borist neinar raunverulegar tillögur um kjarabætur síðasta áratuginn.

Rannsóknir benda til þess að starfsgetumatið í Bretlandi og víðar hafi ekki leitt til þess markmiðs að koma bótaþegum í vinnu, heldur hafi þeir sem eru metnir hæfir til vinnu færst yfir á aðra bótaflokka eins og atvinnuleysisbætur eða fjárhagsaðstoð sveitarfélaga sinna. Alls 2.380 manns létust á þriggja ára tímabili skömmu eftir að hafa verið metnir hæfir til vinnu í Bretlandi. Mannréttindastofa Sameinuðu þjóðanna hefur gagnrýnt þessa útfærslu á starfsgetumati fyrir að brjóta gegn mannréttindum fatlaðra.

Öryrkjabandalagið er ekki eitt í að leggjast gegn upptöku starfsgetumatsins, en með þeim í hópi eru stærstu stéttarfélög landsins, VR og Efling, auk Alþýðusambands Íslands

„Það er verið að svelta fólk“

„Stjórnvöld vilja hampa okkur sem mannréttindaþjóð og eru að reyna að taka mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en hér er ekkert samráð,“ segir Þuríður. „Það er einfaldlega verið að taka skref til að fækka öryrkjum og neyða þá til að samþykkja nýtt kerfi. Það er verið að svelta fólk þangað til það tekur tilboði þeirra. Mér finnst þetta beinlínis vera ofbeldi, að vera beittur svona þrýstingi af stjórnvöldum og að það hafi ekki verið stigin nein alvöru skref til að bæta kjör þessa viðkvæma hóps síðasta áratug. Það er klárt að það á ekki að hækka grunnlífeyri eða minnka skerðingar fyrr en við sættum okkur við þetta kerfi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.
Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fréttir

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Greiðslu­byrði af óverð­tryggð­um lán­um hef­ur tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Greiðslu­byrði af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.
Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina
Flækjusagan

Þeg­ar Ástr­al­íu­menn lærðu ekki að yrkja jörð­ina

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 23. mars, tók stjórn Ástr­al­íu þá ákvörð­un að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort vísa skuli sér­stak­lega til frum­byggja lands­ins og reynslu þeirra í stór­n­ar­skrá. Ekki von­um seinna, segja marg­ir. Ástr­al­ía hef­ur breyst meira þá ára­tugi sem mað­ur­inn hef­ur bú­ið þar en lengst af hef­ur ver­ið tal­ið. Þótt fólki blöskri hve út­breidd­ar eyði­merk­ur eru þar og land­ið hrjóstr­ugt, þá mun eyj­an stóra nú vera nán­ast eins og frjó­sam­ur blóma­garð­ur mið­að við ástand­ið þeg­ar menn komu þang­að fyrst.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    3
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    4
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.